Miðvikudagur 12. mars
Fasteignaleitin
Skráð 7. mars 2025
Deila eign
Deila

Hrafnshöfði 4

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-270
175.1 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
144.900.000 kr.
Fermetraverð
827.527 kr./m2
Fasteignamat
110.750.000 kr.
Brunabótamat
87.170.000 kr.
Mynd af Helga Pálsdóttir
Helga Pálsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1999
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2240918
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
endurnýjaðar að hluta á baðherbergjunum
Raflagnir
upphaflegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
upprunalegir
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir virkilega fallegt og mikið endurnýjað 175,1 m2 raðhús með innbyggðum bílskúr í litlum botnlanga við Hrafnshöfða 4 í Mosfellsbæ.  Eignin skiptist í eldhús, stofu/borðstofu, gang, 3 svefnherbergi, risloft/herbergi, tvö baðherbergi, forstofu og bílskúr með geymslulofti og þvottahúsi. Eignin er skráð samkvæmt FMR 175,1 m2, þar af íbúðarhlutinn 145,5 m2 (þar af milliloft 19,1 m2) og bílskúr 29,6 m2. Milliloftið er stærra en skráðir fermetrar þar sem það er að hluta undir súð.

Tvær timburverandir. Stór afgirt timburverönd yfirbyggð að hluta í suðausturátt með grillaðstöðu, rafmagns saltvatnspotti frá Heitirpottar.is og ca. 15 m2 garðhúsi með rafmagni. Timburverönd í suðvesturátt og hellulagt bílaplan með snjóbræðslu.


Helstu framkvæmdir síðustu ára.
* Sett var innrétting og fataskápar í bílskúrinn.
* Svalahurð endurnýjuð í stofu
* Parket var slípað og lakkað fyrir ca. 5 árum síðan.
* Allar innréttingar og innihurðir lakkaðar svartar.
* Baðherbergi tvö bætt við
* Bakgarðurinn var yfirbyggður að hluta, smíðaður pallur yfir alla baklóðina og byggt ca. 15 m2 einangrað garðhús sem er hitað með rafmagnsofni, nýtt í dag sem líkamsrækt. Rafmagns saltvatnspottur settur á timburverönd.
* Eldhúsið var opnað inn í stofu og borðstofu. Sett var stór eyja í eldhús frá Kvik. Nýr innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél. steinn á borðum fyrir utan eyju. 
* Húsið er nýmálað að utan.
* Ný þvottahús innrétting ásamt nýjum fataskáp í hjónaherbergi.


Nánari lýsing eignar 
Forstofan er rúmgóð með flísum á gólfi og gólfhita. Úr forstofu er innangengt í bílskúrinn.
Forstofugangur með innbyggðum fataskápum og parketi á gólfi. Af gangi er teppalagður stigi upp í risloft/herbergi.
Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu björtu rými og með parketi á gólfi. Mikil lofthæð er í rýminu sem gerir það bjart og skemmtilegt. Úr stofu er gengið út á timburverönd í suðvesturátt og úr eldhúsi er gengið út á timburverönd í suðausturátt. Í eldhúsi er falleg innrétting með Kvarts borðplötu frá Steinprýði og stór eyja. Mikið skápapláss. Í eyjunni er spanhelluborð, í innréttingunni er blástursofn, innbyggður ísskápur og uppþvottavél.
Baðherbergi (1) er flísalagt með gólfhita, vegghengdu salerni, innréttingu með kvarts borðplötu frá Steinprýði og "walk in sturtu" sturtu. 
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og hvítum nýjum fataskáp.  Baðherbergi (2) er inn af hjónasvítu, flísalagt með vegghengdu salerni, innréttingu með kvarts borðplötu frá Steinprýði og "walk in sturtu"
Barnaherbergi (1)  með fataskápum og parketi á gólfi. Nýtt í dag sem fataherbergi.
Barnaherbergi (2) með fataskáp og parketi á gólfi. Milliloft er í herberginu.
Risloft/herbergi (3) er með parketi á gólfi og þakglugga. 
Bílskúrinn er með máluðu gólfi og geymslulofti. Innrétting og fataskápar eru í bílskúr. Innangengt er úr forstofu inn í bílskúrinn.
Þvottahús er inn af bílskúr með nýlegri fallegri innréttingu.

Vinsæl staðsetning, stutt í Lágafellskóla, leikskólann Hulduberg og Lágafellslaug. Einnig er mjög stutt niður á golfvöll Mosfellsbæjar. Allar upplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
14/10/202069.550.000 kr.75.900.000 kr.175.1 m2433.466 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1999
29.6 m2
Fasteignanúmer
2240918
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
9.970.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Stóriteigur 36
Bílskúr
Skoða eignina Stóriteigur 36
Stóriteigur 36
270 Mosfellsbær
211.7 m2
Einbýlishús
513
723 þ.kr./m2
153.000.000 kr.
Skoða eignina Vogatunga 85
Bílskúr
Skoða eignina Vogatunga 85
Vogatunga 85
270 Mosfellsbær
230.7 m2
Raðhús
625
585 þ.kr./m2
134.900.000 kr.
Skoða eignina Tröllateigur 1
3D Sýn
Bílskúr
Opið hús:13. mars kl 17:30-18:00
Skoða eignina Tröllateigur 1
Tröllateigur 1
270 Mosfellsbær
189 m2
Raðhús
514
714 þ.kr./m2
134.900.000 kr.
Skoða eignina Stórikriki 46
Bílskúr
Skoða eignina Stórikriki 46
Stórikriki 46
270 Mosfellsbær
234.8 m2
Raðhús
524
649 þ.kr./m2
152.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin