Halldór Kristján Sigurðsson og Skeifan kynna í einkasölu snyrtilegt 4-5 herbergja 174 fm endaraðhús við Spóahöfða 7.Raðhúsið er með innbyggðum bílskúr og er vel staðsett í litlum og aðlaðandi botnlanga við Spóahöfða 7 í Mosfellsbæ.
Eignin skiptist í eldhús, stofu/borðstofu, gang, 3 - 4 svefnherbergi, risloft/herbergi, baðherbergi, forstofu, bílskúr með geymslulofti og þvottahúsi innaf bílskúr. Eignin er skráð 174 m2, er bílskúr 26,2 m2. Milliloftið sem er í húsinu er stærra en skráðir fermetrar þar sem það er að hluta undir súð.
Útgengt er á timburverönd sem að er að hluta í suðausturátt. Á veröndinni er heitur pottur og ca. 10-15 m2 garðhús með rafmagni í garðinum. Timburveröndin er í suðvesturátt og hellulagt bílaplan með snjóbræðslu er fyrir framan húsið.Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristján Sigurðsson í s. 618-9999 tölvupóstur halldor@skeifan.isLýsing:Komið er inn í flísalagða
forstofu. Úr forstofu er komið inn í rúmgott hol.
Eldhús er með hvítri innréttingu, tengi er fyrir uppþvottavél, flísar á gólfi. Úr borðkrók í eldhúsi er útgengt á góðan lokaðan sólpall með nýlegum heitum potti. Sólpallurinn liggur fyrir framan húsið og meðfram suðaustur hlið þess.
Stofan er með aukinni lofthæð og er rúmgóð. Eikarparket er á stofu og holi neðri hæðarinnar. Þrjú rúmgóð
svefnherbergi eru á neðri hæðinni með skápum og parketi.
Baðherbergi er flísalagt að hluta með salerni og baðkari með sturtuhaus. Úr holinu er gengið upp á
efri hæðina um góðan parketlagðan stiga. Komið er inní gott alrými sem nýtist í dag að hluta sem sjónvarpsherbergi . Eitt svefnherbergi er á efri hæðinni. Útgengt er af efri hæðinni á góðar svalir með fallegu útsýni. Á efri hæðinni eru stórar og góðar súðargeymslur sem nýtast vel. Gólfflötur hæðarinnar er um 43,1 fm og hluti þeirra nýtast sem óskráðir fermetrar.
Bílskúr er með rafmagns hurðaropnara og geymslulofti. Gönguhurð er á hlið bílskúrs við inngönguhurð hússins. Innaf bílskúr er rúmgott flísalagt þvottaherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og skolvaskur. Úr þvottaherbergi er einnig gengið inní íbúðina.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristján Sigurðsson í s. 618-9999 tölvupóstur halldor@skeifan.isKostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Skeifan fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.