Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilegt, vandað, vel skipulagt og vel staðsett 229,9 fermetra parhús á einni hæð á glæsilegri afgirtri lóð með viðarveröndum, skjólveggjum og heitum og köldum potti við Mosprýði í Garðabæ.
Eignin skiptist í forstofu, tvö baðherbergi, þrjú barnaherbergi, hjónaherbergi, sjónvarpsstofu, samliggjandi stofur og eldhús, þvottaherbergi og tvöfaldan bílskúr.
Mikil lofthæð er í húsinu, gólfsíðir gluggar og miklar fastar sérsmíðaðar vandaðar innréttingar. Ný led-lýsing er í loftum í húsinu, utan bílskúrs sem í eru flúorsent-lampar.
Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð og stór með miklum fataskápum og föstum spegli.
Barnaherbergi I, flísalagt og rúmgott með fataskápum.
Baðherbergi I, flísalagt gólf og veggir, innrétting, handklæðaofn, vegghengt wc og flísalögð sturta með sturtugleri.
Sjónvarpsstofa, parketlögð og rúmgóð með föstum innréttingum.
Samliggjandi stofur, flísalagðar, rúmgóðar og bjartar með gólfsíðum gluggum til suðurs og vesturs og tveimur rennihurðum út á verandir. Verulega aukin lofthæð er í stofum.
Eldhús, opið við stofur, flísalagt, bjart og rúmgott með mjög fallegum hvítum + hnotuinnréttingum með kvartssteini á borðum, tvöföldum ísskáp með klakavél og innbyggðri uppþvottavél. Stór eyja með kvartssteini á borðum og köntum, spanhelluborði og áfastri borðaðstöðu.
Svefngangur, parketlagður og með föstum sérsmíðuðum bókahillum á vegg.
Barnaherbergi II, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Barnaherbergi III, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Baðherbergi II, með glugga, flísalagt gólf og veggir, bæði baðkar með flísalögn í kringum og flísalögð sturta með sturtugleri. Innrétting með kvartssteini á borði, gott skápapláss og vegghengt wc.
Hjónaherbergi, parketlagt og stórt með útgengi um rennihurð á viðarverönd með skjólveggjum, heitum og köldum potti.
Fataherbergi, inn af hjónaherbergi er með föstum innréttingum.
Þvottaherbergi, flísalagt gólf, innrétting með stæðum fyrir vélar í vinnuhæð, vinnuborði og vaski.
Geymsla, flísalögð.
Bílskúr, sem innangengt er í úr geymslu og þvottaherbergi, er 43,5 fermetrar að stærð með stórri innkeyrsluhurð með mótor, epoxy á gólfi, rennandi vatni, mikilli lýsingu í loftum og góðum skápum.
Húsið að utan lítur mjög vel út og hefur alla tíð fengið mjög gott viðhald.
Lóðin, sem er 594,0 fermetrar að stærð er fullfrágengin og mjög glæsileg. Á framlóð eru stór hellulögð innkeyrsla með stæðum fyrir þrjá bíla og hitalögnum undir, hellulögð stétt með hitalögnum undir og steyptir veggir. Á lóð til vesturs og suðurs eru vandaðar afgirtar viðarverandir með markísu og heitum og köldum potti.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum og eftirsóttum stað í Prýðahverfinu í Garðabæ.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is.