Betri Stofan fasteignasala og Jason Kristinn Ólafsson, sími 775 1515 - netfang: jason@betristofan.is kynna: Kálfhólabyggð 4a sem er fallegt sumarhús í Borgarfirði. Vel skipulagður og fallega innréttaður bústaður með harðvið í lofti. Skiptist í sumarhús, gestahús og geymsluhús sem er byggt 2020 og stendur á kjarrivaxinni 4000 fm leigulóð. Nýr lóðaleigusamningur til 25 ára og lóðarleiga 49 þús. á ári. Heitur pottur.
Leiðarlýsing, inná:
ja.isVirkt félag bústaðareigenda á svæðinu í gegnum FB sem heitir Húsaborg (husaborg.stjorn@gmail.com)
Húsið getur selst með innbúi eftir samkomulagi. fyrir utan persónulega muni.
Fallegt útsýni til fjalla.
Nánari lýsing:
Komið er inn í góða
forstofu, fatahengi, skápur sem hefur verið notaður fyrir ryksuguna og ræstivörur.
Baðherbergi: sturta, góð innréttting, upphengt klósett.
Tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum, svefnloft með dýnum.
Eldhús/borðstofa/stofa koma saman í opnu og björtu rými, gluggar á þrjá vegu, góð lofthæð er í sameiginlega rýminu. Stofan er með parketi á gólfi, kamínu og útgengi út á sólpall.
Eldhúsið er með sprautulakkaðari innréttingu, vönduðum tækjum, ofn, helluborð, uppþvottavél, einfaldur ísskápur með frysti.
Sólpallur um
200 fm. er á þrjá vegu við húsið með girðingu og skjólgirðingu.
Heitur pottur með nýjum hitara (2024).
Húsið er panelklætt að innan, stendur á steyptum langbitum ofan á þjöppuðum púða og byggt úr timbri, stendur á mjög gróinni leigulóð, á lóðinni eru grasflatir og mikill gróður.
Birt stærð séreignar er 44,9 fm samkv. Þjóðskrá Íslands en til viðbótar er stækkun á stofu 21,9 fm. Samtals rúmir 60 fermetrar
Gestahús/aukahús er 15,8 m² er með einu svefnherbergi með hjónarúmi, við hlið gestahússins er geymsla þar sem hitakúturinn er staðsettur.
Geymsla (einangruð og upphituð) byggð 2020 er við hlið hússins, 15,8 fm og hægt að breyta í gestahús, þannig að raunstærð er ca. 96,8 fm.
Góður Wifi netbúnaður og netsamband í gegnum Nova.
Lokað ofnakerfi.
Fallegt umhverfi, mikill trjágróður, grasflatir beggja megin við bústaðinn. Búið er að útbúa gott tjaldstæði á lóðinni og leggja þangað rafmagn. Góð aðkoma og næg bílastæði. Aðeins er innan við 15 mínútna akstur í Borgarnes þar sem alla helstu þjónustu má fá. Einnig er hægt að sækja mikla afþreyingu víða í Borgarfirði og stutt í margar náttúrperlur í flestar áttir.
Leiðarlýsing: Ekið frá Reykjavík gegnum Borgarnes og áfram í norðurátt þar til komið er að skilti á vinstri hönd "Stóra Fjall, Valbjarnarvellir" þar er beygt til vinstri frá Þjóðveginum, síðan er beygt til hægri afleggjarann "Stóra Fjall". Rétt áður en komið er að bænum er beygt til vinstri og aftur til vinstri þar sem vegur kvíslast, húsin eru á vinstri hönd.