Fimmtudagur 3. apríl
Fasteignaleitin
Skráð 3. apríl 2025
Deila eign
Deila

Bjarnastaðir 0

SumarhúsVesturland/Reykholt í Borgarfirði/Reykholt (Borgarfirði)-320
81.8 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
42.900.000 kr.
Fermetraverð
524.450 kr./m2
Fasteignamat
42.300.000 kr.
Brunabótamat
46.450.000 kr.
HL
Hreiðar Levý Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2022
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2108725
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjað 2022
Frárennslislagnir
Upprunalegt frá 1989
Gluggar / Gler
Nýlegir í viðbyggingu - Aðrir frá 1989
Þak
Nýlegt í viðbyggingu - Upprunalegt að öðru leiti, eða frá 1989
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
nei
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamiðlun kynnir 81,8fm sumarhús á Hvítársíðu í Reykholti í landi Bjarnastaða. Bústaður var byggður árið 1989. Byggt var 40fm viðbygging við húsið árið 2022. Einnig fylgir 15 fm gestahús og 8 fm útigeymsla sem ekki er skráð í birta fermetratölu eignar. Um 70fm pallur með heitum potti var nýlega endurnýjaður. Í húsinu er nýlegt eldhús með uppþvottavél og gashelluborði í fallegu opnu og bjötru rými við stofu með aukinni lofthæð og stórum fallegum gluggum sem rammar inn glæsilega og ósnortna náttúruna. Glæsilegt útsýni til austurs út á Langjökul. Í eldri hlut bústaðarins eru 3 svefnherbergi, svefnloft og baðherbergri. Stórbrotin náttúra allt í kring. Eignin stendur neðst við Hvítá og því engir bústaðir fyrir framan bústað sem leiðir til algjörlega ómengaðs útsýnis út á náttúruna. Virkilega fallegt hús á eftirsóttum stað þar sem stutt er í margar náttúruperlur vesturlands eins og Húsafell, Langjökul, Reykholt, Kraumu, Hraunfossar og fleiri staðir  sem vert er að heimsækja.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is

Fasteignamat fyrir árið 2025 skv. HMS er 42.300.000kr.

Eignin Bjarnastaðir Sv.2 - 7 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 210-8725, birt stærð 81.8 fm ásamt 8fm útigeymslu og 14,9fm gestarými sem ekki eru skráð inn í fermetratölu hjá HMS. Heildarstærð húsa er því samanlagt 104,7fm.

Nánari lýsing:
Viðbygging: Byggingarár 2022:

Forstofa: Komið er inn í forstofu með fatahengi. Í viðbyggingunni. Gengið inn í alrými úr forstofu.
Alrými: Stórt, opið og bjart alrými með samliggjandi eldhúsi og stofu. Mikil lofthæð, glæsilegir gólfsíðir gluggar með stórbrotnu útsýni út á Langjökul og ósnortna náttúruna. Útgengt út á pall til úr alrými. Lýsing í alrými er á brautum, stjórnað með appi í síma eða spjaldtölvu.
Eldhús: Nýlegt eldhúsinnrétting með góðu skápa og vinnuplássi, opið við stofu. Ísskápur, ofn í vinnuhæð, uppþvottavél og gashelluborð fylgja með eigninni.
Stofa: Opin, rúmgóð og björt með mikilli aukinni lofthæð og stórum gólfsíðum gluggum opið við eldhús. Stórglæsilegt rými með stórbrotnu útsýni römmuðu inn í stóra gólfsíða glugga. Einstaklega fallegt.
Upphaflegur bústaður: Byggingarár ?
Gangur: Gengið upp eitt þrep úr alrými. Gengið í svefnherbergi, baðherbergi ásamt svefnlofts úr gangi.
3 Svefnherbergi: Með tvíbreiðum rúmum 140-160cm.
Baðherbergi: Rúmgott uppgert baðherbergi með sturtuklefa, upphengdu klósetti, baðinnréttingu með skúffum, vask og spegli fyrir ofan innréttingu. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara uppá palli, góð vinnuhæð. Parketflísar á gólfi og flísar á vegg við klósett og sturtu.

Pallur: Um 70fm pallur með heitum potti, gestahúsi og útigeymslu. Endurnýjaður fyrir nokkrum árum.
Bílastæði: Góð aðkoma að húsi. Næg bílastæði við hús.

Gestahús: Með rafmagni. 14,9fm
Útigeymsla: Stendur á palli. 8fm

Gólfefni: Allt endurnýjað árið 2022. Harðparket í öllum rýmum.

Eignin stendur á 2280fm leigulóð. Lóðaleiga er 132000 á ári, vísitölutengd. Landeigendur sjá um mokstur að lóðamörkum á veturna og ruslagámur er inni á svæðinu. Í gildi er lóðarleigusamningur sem er í gildi til 25 maí 2036.

Hitaveita er í húsinu og fylgir eigninni eignarhlutur í hitaveitu á svæðinu. Fast gjald hitaveitu er 11.500 kr. á mánuði ásamt árgjaldi sem greitt er einu sinni á ári. Fasteignagjöld eru um 17500 á mánuði.

Búið er að klæða nýrri hluta hússins með viðhaldsfrírri álklæðningu. Húsinu fylgir klæðning á restina af húsinu sem nýir eigendur geta nýtt kjósi þeir það.


Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fastm.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/10/20166.342.000 kr.16.900.000 kr.40 m2422.500 kr.
24/06/20114.525.000 kr.5.300.000 kr.40 m2132.500 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bjarnastaðir 0
Skoða eignina Bjarnastaðir 0
Bjarnastaðir 0
320 Reykholt í Borgarfirði
81.8 m2
Sumarhús
413
524 þ.kr./m2
42.900.000 kr.
Skoða eignina Kálfhólabyggð 4a
Kálfhólabyggð 4a
311 Borgarnes
96.8 m2
Sumarhús
413
464 þ.kr./m2
44.900.000 kr.
Skoða eignina Stekkjarbyggð 24 Lundskógi
Stekkjarbyggð 24 Lundskógi
607 Akureyri
76.1 m2
Sumarhús
312
537 þ.kr./m2
40.900.000 kr.
Skoða eignina Gata mánans 5
Skoða eignina Gata mánans 5
Gata mánans 5
600 Akureyri
82 m2
Sumarhús
413
548 þ.kr./m2
44.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin