Hraunhamar fasteignasala kynnir: Mjög fallega og bjarta, mikið endurnýjaða fjögurra herbergja endaíbúð á efstu hæð með einstaklega fallegu útsýni til suð-vesturs með sjávar- og fjallasýn m.a. á Keilir og Snæfellsjökul. Stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla.
Samkvæmt skráningaryfirliti frá HMS er eignin samtals skráð 114,6 m2 en þar af er geymslan 6,7 m2.Nánari lýsing: Forstofa: parket á gólfi.
Hol: parket á gólfi, skv. grunnteikningu er mögulegt að hafa í því sjónvarp eða skrifstofu.
Eldhús: parket á gólfi, uppgerð græn eldhúsinnrétting, með nýlegri borðplötu með nægu vinnuplássi og nýlegum eldhústækjum, ofn er staðsettur í þægilegri vinnuhæð.
Þvottahús: flot á gólfi, skolvaskur, hillur og borðpláss yfir þvottavél og þurrkara, gluggi með opnanlegu fagi.
Stofa-og borðstofa: parket á gólfi, frá borðstofu er útgengt út á svalir sem snúa í suð-vestur með fallegu útsýni í átt til sjávar og á Keilir og á Snæfellsjökul.
Herbergisgangur: parket á gólfi.
Hjónaherbergi: parket á gólfi og nýlegir fataskápar.
Baðherbergi: flísar á gólfi og veggjum, upphengt salerni, handklæðaofn og baðkar. Inn á baðherbergi er gluggi með opnanlegu fagi.
Herbergi II: parket á gólfi.
Herbergi III: parket á gólfi.
Sérgeymsla: staðsett í kjallara.
Sameiginleg hjóla-og vagnageymsla í sameign í kjallara. Samkvæmt upplýsingum eiganda hefur eftirfarandi viðhaldi/endurnýjun verið sinnt á sl.2ár* Nýjar hurðar og gólfefni.* Nýtt eldhús, gólfhiti, eldri eldhúsinnrétting uppgerð og ný eldhústæki, ásamt blöndunartæki.
* Baðherbergi endurnýjað, gólfhiti, upphengt salerni, haldklæðaofn, flísar, innrétting og baðkar.
* Allt nýtt í rafmagni(raflagnir, tenglar, rofar og innstungur) og lekaliða bætt við í töflu í þvottahúsi sem sparar sporin niður í kjallara ef slær út.
* Hiti í eldhúsgólfi og baðherbergi.* Nýjir ofnar í stofu og svefnherbergi(fyrir utan í þvottahúsi og forstofuherb).
* Þá var ruslageymsla í sameign nýlega yfirfarin og máluð.
Þetta er áhugaverð eign til að skoða í hinum sívinsæla Norðubæ Hafnarfjarðar. Nánari uppl. gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 helgi@hraunhamar.is og
Valgerður Ása Gissurardóttir lgf. s. 791-7500 vala@hraunhamar.isSkoðunarskylda :Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.