Elka, lgf., s. 863-8813 og fasteignasalan Torg kynnir þriggja herbergja íbúð ásamt stæði í bílakjallara í Bjarkarholti 8
Umrædd eign er skráð skv. fasteignayfirliti HMS 108 m2 og þar af er geymsla 7,8 m2. Íbúð 104 er þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð með 7,5 fm suðursvölum og 13,3 fm. sérafnotareit. Eignin er í stigagangi sem er ætlaður 50+ aldurssamsetningu og er aðgengi með besta móti, en lyfta gengur upp úr bílakjallara upp að stigapalli íbúðar.
Nánari lýsing:
Forstofa: parket á gólfi og fataskápur. Mynddyrasími.
Herbergi II: parket á gólfi með fataskáp.
Alrými: björt og opin stofa með parketi á gólfi, þaðan er útgengt út á svalir (7,5 fm) sem snúa í suður og hafa verið yfirbyggðar. Frá borðstofu er útgengt út á 13,3 fm sérafnotareit.
Eldhús: Innrétting, Sommerset ljós eik og dökkgrá borðplata, rúmgóð eyja með miklu vinnuplássi, bakaraofn, spanhelluborð og eyjuháfur, mikið skápapláss.
Baðherbergi: Flísar á veggjum og gólfi, neðri skápa innrétting, handklæðaofn, gólfhiti. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Hjónaherbergi I: parket á gólfi og mikið skápapláss.
Allar innréttingar og skápar eru frá Gamla kompaníinu, ljúflokanir eru á öllum hurðum og skúffum.
Innihurðir eru sprautlakkaðar eða plasthúðaðar(foila) hvítar, handföng eru með stáláferð.
Geymsla: er staðsett í kjallara.
Stæði í bílageymslu merkt nr. 104
Stutt er í alla helstu þjónustu svo sem verslanir, heilsugæslu, bókasafn og Lágafellslaug ásamt því að Golfvöllur Mosfellsbæjar er ekki langt frá.
Nánari upplýsingar veitir: Elka Guðmundsdóttir, lgf. s. 863-8813 eða elka@fstorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.