Fasteignasalarnir Vernharð Þorleifsson og Magga Gísladóttir kynna glæsilega útsýnisíbúð á efstu hæð með aukinni lofthæð í nýlegu lyftuhúsi við Rauðumýri í Mosfellsbæ.
Eignin er skráð 98,5 fm að stærð og skiptist í anddyri, hol, eldhús, borð- og setustofu, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Þá fylgir íbúðinni 7,6 fm geymsla og stæði (merkt B15) í lokuðum bílakjallara þar sem lagt hefur verið fyrir rafhleðslustöðvum og geymir einnig þvotta- og þurrkaðstöðu.
Hunda- og kattahald er leyft í húsinu.
Frekari upplýsingar veita Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 / venni@remax.is og Magga Gísladóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-7494 / magga@remax.isKíktu í heimsókn til okkar á Facebook eða
á InstagramNánari lýsing.
Forstofa: gengið inn um sérinngang frá opnum svalagangi. Í forstofu er rúmgóður fataskápur og flísar á gólfi.
Stofa: er með aukinni lofthæð, innfelldri lýsingu, gólfsíðum gluggum, frábæru útsýni og útgengi á rúmgóðar svalir sem leyfir er til að loka.
Eldhús: er í opnu rými með stofu, falleg eikarinnrétting, góð vinnuaðstaða, mikið skápapláss, eyja með helluborði, háfi og tengi fyrir uppþvottavél.
Hjónaherbergi: er rúmgott og bjart með stórum fataskáp.
Svefnherbergi: parket á gólfi, fataskápur innan herbergis og gluggi með opnanlegu fagi.
Baðherbergi: nýleg innrétting með góðu skápaplássi, vegghengt WC, handklæðaofn, gluggi með opnanlegu fagi og sturtuklefi. Á gólfi og á veggjum eru flísar.
Þvottaherbergi. Í sér rými innan íbúðar, gott vinnuborð með vaski og ágætt skápapláss. Á gólfi eru flísar.
Sameign: eigninni fylgir sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, sameiginleg dekkjageymsla sem og rúmgóð sérgeymsla.
Gólfhiti er í allri eigninni, innfelld lýsing, aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar í stofu þaðan sem njóta má einstaks útsýnis. Á bak við hús er sameiginlegur garður með leikvelli og eigninni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu þar sem er sér þvotta- og þurrkstæði til afnota fyrir íbúa auk þess sem lagt hefur verið fyrir rafhleðslustöðvum.
Forhitakerfi (varmaskiptir) er í húsinu.
Hússjóður er 34.630 kr. pr. mán og innifalið er hiti, húseigandatrygging, almennur rekstur, rafmagn í sameign, ræsting sameignar og framlag í framkvæmdasjóð (7.720 kr.).
Húsfélagið er í þjónustu hjá Eignamiðlun.
Falleg, björt og vel skipulögð eign með einstöku útsýni í nýlegu lyftuhúsi.
Stutt er í skóla, leikskóla, sundlaug, golfvöll og aðra þjónustu. Vinsælar gönguleiðir og útivistarsvæði eru innan seilingar og stutt í almenningssamgöngur.