Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali (s:662-6163/bjarni@remax.is) kynnir glæsilega 3ja herbergja endaíbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli rétt við rætur Úlfarsfells. Útsýnið frá íbúðinni er einstaklega glæsilegt, Reykjavík, Snæfellsjökull, Faxaflói og Esjan eru þar aðal útsýnispunktar. Mikil lofthæð í stofunni, stórir gluggar með strimlagluggatjöldum. Tvennar svalir. Hvíttað plankaparket á alrými og herbergjum, flísar á votrýmum. Gólfhiti er í allri íbúðinni.Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662-6163 eða bjarni@remax.is Nánari lýsing:Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með ljósum flísum á gólfi, góður fataskápur.
Stofa/borðstofa: Stofa og borðstofa eru samliggjandi með opið yfir í eldhúsið, parket á gólfi. Einstaklega mikil lofthæð er í rýminu með vönduðum innbyggðum ljósum. Í stofu eru stórir gluggar ásamt „panorama“ glugga með stórglæsilegu útsýni til suðurs og vesturs. Útgengi úr stofu á skjólgóðar svalir sem snúa í suður, yfir á Úlfarsfellið, Reykjavík og Faxaflóa.
Eldhús: Eldhúsið er opið yfir í stofuna, stúkað af með eyjuð frá stofunni, parket á gólfi. Vönduð HTH eikarinnrétting með góðu skápaplássi og góðum hirslum í eyjunni, frá eldhúsi er útgengt á svalir til norð-vesturs.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með glugga í átt að Lágafelli og Esjunni, bæði baðkar og sér sturta frá Tengi, góð eikarinnrétting.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er mjög rúmgott með parketi á gólfi og tvöföldum góðum fataskápum, gluggi sem snýr í suður í átt að Úlfarsfelli.
Barnaherbergið: Barnaherbergi er rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp, gluggi sem snýr í norður í átt að Esju, Mosfellsbæ og Lágafelli.
Þvottahús: Þvottaherbergið er með innréttingu, góð vinnuhæð og skápapláss, skolvaskur, flísar á gólfi.
Geymsla: 9fm sér geymsla er í sameign.
Bílastæði: næg sameiginleg stæði á lóðinni, rafmagnshleðslustaur.
Sameign: Sameign hússins er mjög snyrtileg með nýlegu svörtu teppi á stigangi og flísum. Hjóla og vagnageymsla í kjallara.
Gróin sameiginleg lóð með góðu leiksvæði fyrir börnin. Skólar, leikskólar og sundlaug eru í göngufæri, undirgöng liggja undir Vesturlandsveg. Stutt í skemmtilegar gönguleiðir úti í náttúrunni. Góð tenging við stofnbraut til Reykjavíkur.
Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða bjarni@remax.is. Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. 1.Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá 69.900kr