Hólmar Björn Sigþórsson löggildur fasteignasala og Helgafell fasteignasala og kynna í einkasölu Klettamóa 9 íbúð 101, 815 Þorlákshöfn:Um er að ræða nýlega og fallega 3ja herbergja íbúð á neðri hæð með sérinngang í Móabyggð sem staðsett er miðsvæðis í Þorlákshöfn þar sem stutt er í alla almenna þjónustu og útivist og ýmisskonar afþreyingu. Birt stærð eignar er 81.9 fm og þar af er íbúðarhluti 75.2 fm og geymsla 6.7 fm samkvæmt skráningu HMS.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXSkipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu / borðstofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, baðherbergi / þvottaherbergi og geymsla sem staðsett er í sameign.
Nánari lýsing:Anddyri: Með góðum góðum fataskáp, parket á gólfi.
Stofa: Í alrými með eldhúsi, rúmgóð, útgengt er út á hellulagða vestur verönd, parket á gólfi.
Eldhús: Í alrými með stofu / borðstofu, með HTH innréttingu, laus eyja, AEG keramik helluborð og bakaraofn, innbyggð uppþvottavél og ísskápur í innréttingu, parket á gólfi. Vegghengdir skápar í eldhúsi fylgja ekki með.
Hjónaherbergi: Rúmgott með hvítum HTH fataskápum, parket á gólfi
Svefnherbergi: Gott með hvítum HTH fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi / þvottaherbergi: Með fallegri baðinnrétting með handlaug í borði, walk in sturta, upphengt salerni, handklæðaofn, flísalagt gólf og hluta veggja. Innrétting og tengi fyrir þvottavélar og þurrkara.
Sérgeymsla: 6,7 fm sérgeymsla er í sameiginlegu geymslurými á neðri hæð hússins.
Bílastæði: Íbúðinni fylgir sérnotaréttur af einu bílastæði á sameiginlegri bílastæðalóð. Lagnaleið fyrir rafhleðslustöðvar liggur í stæðið og er komin staur fyrir rafhleðslustöð.
Staðsetnig: Smellið hér. Klettamói 9 er átta íbúða tvílyft fjölbýlishús. Allir útveggir ásamt berandi innveggjum og milligólfi eru staðsteyptir. Gólfplötur milli íbúða eru staðsteypt og einnig eru stigar, svalir og svalargangur staðsteypt eða steypueiningar með endanlegu yfirborði. Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir með smábáru og sléttri málmklæðningu að hluta. Það er viðsnúið með pvc dúk. Framan við húsið er hellulögð gönguleið. Lögð er áhersla á að öll umgjörð hverfisins sé hlý og aðlaðandi með lágstemmdri byggð sem skiptist í nokkra kjarna sem tengjast saman með vistgötu.
Húsfélag er starfrækt í eigninni. Lóðin er 1125,3 fm leigulóð í eigu Sveitarfélagsins Ölfus, lóðaleigusamningur til 50 ára frá 3. ágúst 2021, skjal nr. 447-B-002062/2022.
Samkvæmt eignaskiptasamning Klettamóa 9, skjal nr. 447-L-000016/2023.Íbúð 0101, fastanúmer 252-4212. Birt stærð séreignar er 81.9 fm.
Hlutfallstala í lóð og sameign mhl. 01 er 12,88%. Hlutfallstala í bílastæðalóð er 2,46%. Hlutfallstala í hitakostnaði mælis er 12,84%.
75.2 fm íbúð á 1. hæð merkt 01-01 ásamt 6.7 fm geymslu merkt 01-05 og hlutfallsleg eign í mhl. 01 og í lóðinni og bílastæðalóð.
Íbúðinni fylgir sérafnotaréttur af lóð skv. meðfylgjandi fylgiskjali. Íbúðinni fylgir sérafnotaréttur af bílastæði nr. 35 á bílastæaðalóð BL6.
Skipting orkukostnaðar: Hitakostnaður: Einn mælir er í matshlutanum. Inntök fyrir heitt og kalt vatn eru í inntaksrými 01-09 og deilikista fyrir neðri hæð í rými 02-09. Rafmagnskostnaður: Sér mælir er fyrir hverja séreign í mhl. 01 og greiðir hver eign af sínum mæli. Sér mælir er fyrir sameign og skiptist sá kostnaður milli 8 séreigna í matshlutanum.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:Fastanúmer 252-4212. Klettamói 9 01.0101.
Stærð: Íbúð 75.2 fm. Geymsla 6.7 fm. Samtals 81.9 fm.
Brunabótamat: 50.100.000 kr.
Fasteignamat 44.500.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 49.200.000 milljónir.
Byggingarár: 2023.
Byggingarefni: Steypa.
Eignarhald:
01.0101 - séreign.
01.0101 Íbúð 75.2 brúttó fm.
01.0101 Geymsla 6.7 fm brúttó fm.
Falleg nýleg eign - Tilvalin fyrstu kaup - Mjög góð staðsetning miðsvæðis í Þorlákshöfn - Eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.
Þorlákshöfn:Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn og í september næstkomandi opnar nýr leikskóli í Þorlákshöfn sem mun bera nafnið Hraunheimar. Hraunheimar er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum.