LIND Fasteignasala, Ragnhildur Finnbogadóttir lgfs & Andri Freyr Halldórsson aðstm.fs. kynna til sölu:
Bjart, fallegt & vel skipulagt 4-5 herbergja parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Háholt 4A, Laugarvatni.
Skráð stærð eignar skv. FMR er 132,5 fm og skiptist í íbúð 89,3 fm, bílskúr 27,8 fm & geymslu 10,4 fm.
Allar nánari upplýsingar veita:
Ragnhildur Finnbogadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 772-2791 eða adda@fastlind.is
Andri Freyr Halldórsson, aðstm. fasteignasala, í síma 762-6162 eða andri@fastlind.is
Eignin skiptist í:
Forstofu, þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu og borðstofu, baðherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr.
Nánari lýsing eignar:
Anddyri: með opnum fataskáp.
Stofa & borðstofa: eru samliggjandi. Rýmið er bjart og rúmgott og er samlyggjandi með eldhúsi.
-Útgengt er úr stofu út á suður pall með heitum potti.
Eldhús: er með hvítri innréttingu með svörtum möttum vaski. Innbyggður bakaraofn & annar bakaraofn sem er einnig örbylgjuofn, bakaraofnar eru í vinnuhæð, uppþvottavél og ísskápur, spanhelluborð og háfur sem fellur inní innréttinguna.
Baðherbergi: með flísum á gólfi og hluta veggja. Með flísalagðri sturtu með svörtu glerþili úr Íspan, handklæðaofni, upphengdu salerni og innréttingu með vaski.
Hjónaherbergi: rúmgott, með góðum fataskápum.
Svefnherbergi 1 & 2: björt og rúmgóð, með harðparketi á gólfi.
Þvottahús: með hvítri innréttingu með plássi fyrir þvottavél og þurrkara og vinnuborði, hægt er að koma fyrir vaski í stað vinnuborðs. Gólfið er flísalagt.
-Innangengt er inn í bílskúr frá þvottahúsi, sem skilur að bílskúr og íbúð.
Geymsla: er staðsett inn af bílskúr, með harðparketi á gólfi og hefur verið nýtt sem gestaherbergi.
-Útgengt er út á verönd úr rýminu.
Verönd & garður: viðar pallur með heitum potti og grasflöt
Bílskúr: 27,8 fm.
Í alrými og herbergjum er innbyggð lýsing og hiti í gólfum.
Gólfefni í alrými og svefnherbergjum er harðparket úr Birgisson, í votrýmum eru dökkar náttúruflísar úr Álfaborg og er bílskúrsgólfið málað með epoxy.
-Húsið er klætt með álklæðningu og er því viðhaldslítið.
Háholt 4A er vel staðsett eign í rólegum botlanga þar sem stutt er í fallegar gönguleiðir og alla helstu þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veita:
Ragnhildur Finnbogadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 772-2791 eða adda@fastlind.is
Andri Freyr Halldórsson, aðstm. fasteignasala, í síma 762-6162 eða andri@fastlind.is
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.