ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Grundarvegur 11, 260 Reykjanesbæ, birt stærð 209.8 fm sem skiptist í íbúðarrými 156,5 fm og bílskúr 53,3 fmÍ eigninni eru fjögur svefnherbergi og er íbúðin á jarð- og miðhæð. Bílskúr fylgir eigninni en hann þarfnast standsetningar. Eignin er í reisulegu eldra húsnæði rétt við grunnskóla, íþróttahús, sundlaug, verslun og alla helstu þjónustu.
Eigandi þessarar íbúðar Eignarhluti 101 á forkaupsrétt á eignarhluta 201. Byggingarár húss er 1954 og byggingarár bílskúrs er 1965 skv HMS.
Nánari upplýsingar veita:
Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 698-6655, tölvupóstur pall@allt.is.
Haukur Andreasson lögfræðingur / lgf í síma 866-9954, tölvupóstur haukur@allt.is Endurbætur: *** 2022 nýtt parket á báðum hæðum, innihurðir neðri hæð og skipt um 11 glugga, fyrir var búið að endurnýja fjóra glugga og þvottahúshurð.
*** 2023 gestasalerni endurnýjað, klósett,innrétting og flísar, forstofa flísalögð, skipt um gler og lista í stóra útskotsglugga og útskot einangrað og múrað.
*** 2024 eldhús tekið í gegn, útveggir einangraðir og klæddir, ný innrétting frá HT, nýr ísskápur, bakaraofn, helluborð og uppþvottavél. Rafmagn endurnýjað í eldhúsi og settur nýr ofn
Eignin skiptist i efri og neðrihæðEfri hæð, forstofa, stigahol, stofa og borðstofa, gestasalerni, svefnherbergi og eldhús. Gengið niður úr eldhúsi í geymslu sem væri möguleiki að gera aðstöðu fyrir sér þvottahúsi
Neðri hæð skiptist í þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Frá hjónaherbergi er hurð í sameiginlegt rými með ris íbúð, þar er sameiginleg þvottaaðstaða með sér útgang. Frá hæðinni er útgengt út á góðan sólpall í bakgarði, þar er heitur pottur.
Nánari lýsing.Efrihæð:Forstofa flísalögð
Hol og gangur með parketi
Borðstofa og stofa með parketi
Gestasalerni með innréttingu, upphengt salerni, flisalagður innréttingaveggur ásamt salerni, flísalagt gólf.
Eldhús mikið endurnýjað og með nýlegum eldhústækjum. Gengið niður í geymslu sem staðsett er fyrir neðan eldhúsið.
Neðrihæð:Stigahol bjart
Parket á gólfi neðrihæðar
Þrjú svefnherbergi, skápar í hjónaherbergi
Baðherbergi flísalagt með innréttingu og skolvask, sturtu og baðkari.
Þvottahús er sameiginlegt við ris íbúð, innangengt frá hjónaherbergi og innangengt á norðurgafli eignar.
Mjög rúmgóð fjölskyldueign með töluverða möguleika. Bílskúr er hrár en rúmgóður og töluverða möguleika, þak vantar á bílskúr. Búið er að leggja lagnarör frá húsi í bílskúr en ekki tengja.
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.