** Opið hús miðvikudaginn 29. október frá kl. 17:00 til 17:30 - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 ** Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Fallegt og fjölskylduvænt 229,9 m2 5 herbergja endaraðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr við Kvíslartungu 112 í Mosfellsbæ. Fallegt útsýni. Birt stærð eignarinnar er 229,9 m2, þar af er íbúðarhluti 205,4 m2 og sambyggður bílskúr 24,5 m2. Á efri hæð er stofa, borðstofa, eldhús, hjónaherbergi með fataherbergi, sjónvarpshol (hægt að breyta í svefnherbergi) og baðherbergi. Stórar svalir til suðvesturs með fallegu útsýni. Á jarðhæð eru 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, geymsla, gangur, forstofa og bílskúr. Vel skipulögð eign á góðum stað í Leirvogstunguhverfi, stutt í leikskóla, vinsælar gönguleiðir og útivistarsvæði. ** Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax ** Nánari lýsing:# Efri hæð:Stofa og borðstofa eru með parketi á gólfi. Úr stofu er útgengt á stórar svalir í suðvesturátt með fallegu útsýni.
Eldhús er með parketi á gólfi og hvítri L-laga eldhúsinnréttingu með góðu skápaplássi, innbyggðri uppþvottavél, blástursofni, helluborði og viftu. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu.
Svefnherbergi 1 (hjónaherbergi) er með parketi á gólfi og fataskápum. Inn af hjónaherbergi er
fataherbergi (notað sem skrifstofa í dag).
Sjónvarpshol er inn af stofu og með parketi á gólfi. Hægt að loka og breyta í fimmta svefnherbergið.
Baðherbergi 1 er með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu, handlaug, vegghengdu salerni, handklæðaofni og 'walk in' sturtu. Gluggi er á baðherbergi.
# Neðri hæð: Svefnherbergi 2 er með með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 3 er með með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 4 er með með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi 2 er með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu, handlaug, vegghengdu salerni, handklæðaofni og baðkari með sturtuaðstöðu. Gluggi er á baðherbergi.
Þvottahús er með innréttingu og flísum á gólfi. Í innréttingu er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Gluggi er á þvottahúsi.
Geymsla með flísum á gólfi er inn af þvottahúsi. Gluggi er á geymslu.
Gangur er með parketi á gólfi. Útgengt í garð aftan við hús.
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp. Úr forstofu er gengið inn í bílskúr.
Bílskúr er með epxoý á gólfi og rafdrifinn bílskúrshurðaropnara.
Steypt plan er framan við hús, upphitað á lokuðu kerfi. Lóð er að öðru leyti grófjöfnuð.
Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl er við bílastæði.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2026 er 125.200.00 kr.
Verð kr. 134.900.000,-