Fasteignasalan TORG kynnir: Sérhæð ásamt aukaíbúð og bílskúr miðsvæðis í borginni. Um er að ræða eign sem er skráð skv fmr 171,5fm og þar af er bílskúr 51,5fm. Aðalhæðin skiptist í eldhús, tvær stofur, svefnherbergi og baðherbergi. Neðri hæð er með lítilli aukaíbúð með eldhúsi, baðherbergi og tveimur svefnherbergjum. Á neðri hæðinni er einnig þvottaaðstaða og geymsla. Mögulegt er að opna aftur á milli hæða. Bílskúrinn er sérstæður og þarfnast viðhalds. Eftirsótt staðsetning þar sem örstutt er í alla þjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.isSækja SÖLUYFIRLIT HÉRNánari lýsing: Efri hæð: Komið er inn um sameiginlegan inngang með efri hæð hússins. Forstofa er með flísum á gólfi.
Eldhús: Í eldhúsinu er hvít innrétting með ljósri borðplötu og flísum á milli efri og neðri skápa. Hvít eldvél með keramikhelluborði og háf yfir. Flísar eru á gólfi.
Stofa: Stofurnar eru tvær og samliggjandi. Parket er á gólfi.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt með sturtu og opnanlegum glugga.
Svefnherbergi: Svefnherbergið á efri hæðinni er með parketi á gólfi og rúmgóðum fataskápum á heilan vegg.
Neðri hæð: komið er inná gang á neðri hæðinni. Þar er þvottaaðstaða fyrir efri hæðina og einnig geymsla.
Aukaíbúð: Aukaíbúðin skiptist í tvö
svefnherbergi annað með flísum á gólfi og hitt með parketi og fataskápum.
Eldhús með hvítum efri skápum, helluborði og vaski. Flísar eru á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt með sturtu, skáp undir vaski, handklæðaofni o g tengi fyrir þvottavél.
Bílskúr: Bílskúrinn er sérstæður og skráður 51,5 fm, búið er að endurnýja bílskúrshurð en skúrinn þarfnast viðhalds.
Niðurlag: Sérhæð með aukaíbúð á eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni þar sem stutt er í alla þjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is