Föstudagur 9. maí
Fasteignaleitin
Skráð 26. apríl 2025
Deila eign
Deila

Hæðarbyggð 16

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
269.2 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
210.000.000 kr.
Fermetraverð
780.089 kr./m2
Fasteignamat
160.450.000 kr.
Brunabótamat
130.450.000 kr.
GT
Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteiganasali
Byggt 1979
Þvottahús
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2070862
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Þakjárn
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Stór verönd til suðurs og vesturs
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt, vandað, vel skipulagt og frábærlega staðsett 269,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum á fallegum, grónum og rólegum útsýnisstað miðsvæðis í Garðabæ.
Eignin stendur á 1.062,0 fermetra virkilega fallegri lóð með Bomanite steyptri innkeyrslu og stéttum fyrir framan húsið með hitalögnum undir, stórri og skjólsælli viðarverönd á baklóð með heitum potti, stórri tyrfðri flöt og virkilega fallegum trjágróðri.

Á neðri hæð hússins eru forstofa, þvottaherbergi, baðherbergi, tvö stór barnaherbergi, baðherbergi, stór bílskúr og geymsla.
Á efri hæð hússins eru hol, samliggjandi stofur, eldhús, sjónvarpshol, tvö mjög rúmgóð barnaherbergi, gangur, baðherbergi og hjónaherbergi.

Eignin verður eingöngu sýnd skv. tímapöntunum.  Hafið samband í gegnum netfangið fastmark@fastmark.is til að bóka tíma fyrir skoðun eignarinnar.


Lýsing eignar:
Forstofa, stór, flísalögð og með fataskápum.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir og flísalögð sturta.
Þvottaherbergi, með glugga, flísalagt gólf og innrétting með vinnuborði og vaski.
Barnaherbergi I, mjög stórt, parketlagt og með gluggum til suðurs.
Barnaherbergi II, stórt, parketlagt og með gluggum til suðurs.
Bílskúr, sem innangengt er í úr forstofu, er 37,4 fermetrar að stærð með rafmótor á bílskúrshurð (hægt að setja tvöfalda bílskúrshurð), gluggum, hita og rennandi heitu og köldu vatni.
Geymsla, innaf bílskúr er mjög rúmgóð og með góðum gluggum, lakkað gólf. 

Gengið er upp á efri hæð hússins úr forstofu neðri hæðar um mjög fallegan, breiðan og bjartan flísalagðan steyptan stiga með handriði úr burstuðu stáli ofan á steyptum vegg.

Hol, flísalagt.
Samliggjandi stofur, stórar, flísalagðar og bjartar með gluggum í þrjár áttir og fallegum arni.  Aukin lofthæð er stofum og útgengi á stóra og skjólsæla viðarverönd með heitum potti og þaðan á fallega lóð.
Eldhús, opið við stofur að hluta, flísalagt og með góðri borðaðstöðu.  Fallegar hvítar + beykiinnréttingar með flísum á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél, tveimur nýlegum ofnum og gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp með klakavél. Eyja með helluborði og háfi yfir.
Sjónvarpshol, flísalagt og mjög rúmgott með útgengi á skjólsæla viðarverönd til suðurs með heitum potti og þaðan á lóð.
Barnaherbergi III, mjög rúmgott, parketlagt og með fataskápum.
Barnaherbergi IV, mjög rúmgott, parketlagt og með fataskápum.
Gangur, á milli sjónvarpshols og hjónaherbergis, er flísalagður.
Baðherbergi, stórt og með glugga, flísalagt gólf og veggir, miklar innréttingar, flísalögð sturta og baðkar með flísalögn í kring.
Hjónaherbergi, parketlagt og rúmgott með góðum fataskápum. 

Húsið að utan, var málað árið 2024 og lítur vel út.

Lóðin, er 1.062,0 fermetrar að stærð, virkilega falleg, skjólsæl, ræktuð og gróin og hefur alla tíð fengið góða umhirðu. Á framlóð eru Bomanite steypt innkeyrsla og stéttir með hitalögnum undir og tyrfð flöt með trjágróðri. Á baklóð hússins er mjög stór og skjólsæl viðarverönd með heitum potti og skjólveggjum úr gleri, stór tyrfð flöt og virkilega fallegur trjágróður sem veitir mikið skjól. 

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á grónum og rólegum stað miðsvæðis í Garðabæ þaðan sem stutt er í leikskóla, Hofstaðaskóla, FG, verslanir, þjónustu og út á aðalbrautir.

Eignin er skráð 269,2 fermetrar skv. Fasteignaskrá Íslands, en er í raun um 320,0 fermetrar að stærð þar sem tveggja stórra barnaherbergja á neðri hæð hússins er ekki getið þar.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Marargrund 18
Bílskúr
Opið hús:14. maí kl 16:30-17:15
Skoða eignina Marargrund 18
Marargrund 18
210 Garðabær
237.3 m2
Einbýlishús
746
843 þ.kr./m2
200.000.000 kr.
Skoða eignina Hraungata (Aukaíbúð) 50
Bílskúr
Hraungata (Aukaíbúð) 50
210 Garðabær
236.8 m2
Parhús
634
929 þ.kr./m2
219.900.000 kr.
Skoða eignina Keldugata 6
Bílskúr
Skoða eignina Keldugata 6
Keldugata 6
210 Garðabær
225.3 m2
Raðhús
74
932 þ.kr./m2
210.000.000 kr.
Skoða eignina Keldugata 4
Bílskúr
Skoða eignina Keldugata 4
Keldugata 4
210 Garðabær
224.4 m2
Raðhús
614
980 þ.kr./m2
220.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin