Fasteignasalan TORG kynnir :
Mjög fallegt og vel skipulagt 236,7fm 7 herbergja parhús á tveimur hæðum ásamt 41,7fm innbyggðs bílskúrs, samtals : 278,4fm. 80fm þaksvalir með frábæru útsýni. Húsið stendur innst í botnlanga við opið svæði. Eignin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, 3 baðherbergi, 5 svefnherbergi, þvottahús og bílskúr. Bæði baðherbergin á efri hæðinni er nýstandsett. Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á helgi@fstorg.is
NÁNARI LÝSING EIGNAR :
NEÐRI HÆÐ : Forstofa : mjög rúmgóð með innbyggðum skáp, parket, útgengt út á verönd.
Stofa / Borðstofa : mjög rúmgóðar með parketi á gólfi, útgengt út á verönd.
Eldhús : mjög stórt með fallegri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, tveir ofnar, tveir vaskar, flísar á milli skápa, gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu, vinyl parket á gólfi.
Baðherbergi : með sturtu, innréttingu við vask, upphengt salerni, flísar á gólfi og veggjum.
Svefnherbergi : rúmgott með vínyl parketi á gólfi, nýtt í dag sem skrifstofa
Þvottahús : með innréttingu, flísar á gólfi.
Bílskúr : innangengur frá forstofu, einnig er inngangur utanfrá að fram og aftan út á verönd. Möguleiki á að gera studio íbúð, tilbúnar lagnir í bílskúr fyrir baðherbergi og eldhús.
Garður : Fallegur garður sem snýr í suður og vestur með verönd og garðhúsi. Tengi fyrir heitann pott.Opið svæði við enda lóðar.
EFRI HÆÐ : Hol : með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi : mjög rúmgott með innbyggðum skápum, nýstandsett baðherbergi með sturtu, innrétting við vask, upphengt salerni, flísar á gólfi og veggjum að hluta.
Svefnherbergi : rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi : rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi : rúmgott með skáp, parket á gólfi, útgengt út á þaksvalir.
Baðherbergi : nýstandsett með baðkari, sturtu, innréttingu við vask, handklæðaofn, hiti í gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Þaksvalir : útgengt út frá gangi út á 80fm hellulagðar þaksvalir með frábæru útsýni, mögueliki á heitum potti á svölum.
Annað : Gólfhiti er í öllu húsinu, vínyl parket á gólfum og flísar á votrýmum. Gólfsíðir gluggar í öllum herbergjum, stofu, borðstofu og eldhúsi. Steyptur stigi er á milli hæða. Bílaplan er steypt með hitlögnum. Húsið er skráð á byggingarstig 3 en mun skilast nýjum eigendum með lokaúttekt / fullklárað.
Einstaklega fallegt og vel skipulagt parhús á þessum sívinsæla stað í Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á helgi@fstorg.is