Sunnudagur 19. október
Fasteignaleitin
Opið hús:23. okt. kl 17:00-17:30
Skráð 17. okt. 2025
Deila eign
Deila

Skólavörðustígur- útleigumöguleiki 26

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
96 m2
4 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
82.500.000 kr.
Fermetraverð
859.375 kr./m2
Fasteignamat
79.250.000 kr.
Brunabótamat
42.650.000 kr.
Mynd af Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Fasteignasali
Byggt 1954
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2005973
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
gamlar
Raflagnir
gamlar
Frárennslislagnir
gamlar
Gluggar / Gler
gamlir, til þrír nýjir gluggar á suðurhlið
Þak
þakjárn og þakpappi endurnýjaður 2010
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
já- suður svalir
Upphitun
ofnar
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
* Til eru þrennir nýjir gluggar sem eru ætlaðir í eldhús og hjónaherbergi. Þá er líka til parket af sömu tegund og er í eldhúsi og gangi sem ætlað var í stofu- sem getur fylgt með. Flísar á milli skápa í eldhúsi geta líka fylgt með. 
* Verið er að klára viðgerð á frárennsli í kjallara hússins. Verkið er greitt af hússjóði, áætlað um 450 þkr. 
* Til umræðu hefur verið að skipta þurfi út dyrasímum og hækka svalahandriði. Óákveðið. 
Kvöð / kvaðir
Yfirlýsing 411-T-006848/2011 Yfirlýsing eigenda um að þeir beri sjálfir kostnað við skiptingu á gluggum og gleri hver á sinni fasteign, sjá nánar í skjali.
Guðný Ösp, lgf. s., 665-8909 og fasteignasalan TORG kynnir vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð við Skólavörðustíg 26

Umrædd eign er staðsett á 1. hæð, samkvæmt fasteignayfirliti frá HMS er eignin samtals skráð 96 m2.
Gengið er upp nokkrar tröppur að stigapalli íbúðarinnar. Einungis ein íbúð er á stigapalli í húsinu. Mögulegt er að hafa leigutekjur af rúmgóðu herbergi sem er með sér inngang af stigapalli. Íbúðin getur verið laus við undirritun kaupsamnings. 
***Fasteignamat ársins 2026 er kr. 88.200.000,-***

Nánari lýsing: 
Forstofa: parket á gólfi. 
Eldhús: er nýtt með hvítri fallegri innréttingu, með góðu skápa- og borðplássi. Nýjar flísar á milli skápa í eldhúsi geta fylgt með. Innst í eldhúsinu er borðkrókur og þaðan er útgengt á rúmgóðar og skjólsælar suðursvalir.        
Baðherbergi: flísalagt í hólf og gólf. Innrétting undir handlaug, skápur og spegill með góðri lýsingu, upphengt salerni og sturtuklefi. Pláss og tengi fyrir þvottavél og þurrkara inn á baðherbergi.           
Hjónaherbergi I: parket á gólfi og fataskápar, rúmgott herbergi, með tveimur gluggum sem snúa í átt að bakgarði hússins(suður).
Stofa: parket á gólfi, með glugga sem snýr út að Skólavörðustíg, þar sem hægt er að fylgjast með mannlífinu.
Borðstofa: parket á gólfi, borðstofan snýr í suður með útgengi út á rúmgóðar suður svalir. Möguleiki er að breyta stofu eða borðstofu í svefnherbergi og fá þannig þriðja herbergið.
Svefnherbergi II: Mjög rúmgott herbergi með sér snyrtingu með salerni og vaski. Mögulegt er að stúka herbergið af, sem hefur inngang af stigapalli, en það var áður í útleigu. 

Aftan við húsið er lokaður, skjólgóður bakgarður.  
Íbúðinni getur fylgt nýtt parket(sama og er á eldhúsi og gangi) á stofu og henni fylgja þrír nýir gluggar fyrir eldhús og hjónaherbergi. Íbúðin hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. Eignin er á eftirsóttum stað við Skólavörðustíg þar sem er úrval veitingastaða og verslana. Stutt er í alla þjónustu og allt það helsta sem miðborgin hefur upp á að bjóða.
 
Listi yfir framkvæmdir sem hafa verið framkvæmdar að sögn eiganda:
2025 - Ný eldhúsinnrétting og tæki ásamt nýju harðparketi í eldhúsi, svefnherbergi og á gangi.
2017 - Baðherbergi endurnýjað að fullu með nýjum tækjum, innréttingu og flísum. 
2010 - Þakjárn og pappi endurnýjað 
2010 - Gafl hússins sem liggur að 26A múrviðgerður og málaður. Bakhlið hússins einnig múrviðgerð og máluð.
2002 - Endurnýjaðar frárennslislagnir undir botnplötu. Kalt vatn fyrir hæðir líka endurnýjað fyrir allt húsið undir kjallaraplötu að veggjum. 

Nánari upplýsingar veitir: Guðný Ösp, lgf. s. 665-8909 eða gudny@fstorg.is 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:  Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.  Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá. 
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.  Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og  ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.  Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.  Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
09/07/202053.100.000 kr.22.000.000 kr.96 m2229.166 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vesturvallagata 5
Vesturvallagata 5
101 Reykjavík
81.7 m2
Fjölbýlishús
413
978 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Njálsgata 59
Skoða eignina Njálsgata 59
Njálsgata 59
101 Reykjavík
102.7 m2
Fjölbýlishús
413
769 þ.kr./m2
79.000.000 kr.
Skoða eignina Hverfisgata 50
Skoða eignina Hverfisgata 50
Hverfisgata 50
101 Reykjavík
98.1 m2
Fjölbýlishús
412
865 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Skoða eignina Klapparstígur 1
Bílastæði
Skoða eignina Klapparstígur 1
Klapparstígur 1
101 Reykjavík
105 m2
Fjölbýlishús
312
818 þ.kr./m2
85.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin