Fimmtudagur 20. nóvember
Fasteignaleitin
Skráð 14. nóv. 2025
Deila eign
Deila

Bræðraborgarstígur 24

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
80.7 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
84.900.000 kr.
Fermetraverð
1.052.045 kr./m2
Fasteignamat
69.100.000 kr.
Brunabótamat
43.650.000 kr.
HL
Hreiðar Levý Guðmundsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 1906
Þvottahús
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2001119
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Í lagi að því best er vitað
Raflagnir
Í lagi að því best er vitað
Frárennslislagnir
Lagnir myndaðar 2020 Plastlagnir í fínu lagi. Lögn frá lóðarmörkum út í götu fóðruð við samskeyti.
Gluggar / Gler
Skipt um gler á neðri hæð að undanskildu baðherbergi. Móða í gleri í öðru herberginu í risherbergi
Þak
Eldra þak. Viðgert og málað 2020
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Sameiginleg viðarverönd í garði
Lóð
63,91
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
Á íbúð (0001) hvílir sú kvöð að "íbúar eignar (0101) verða að hafa aðgang að vatnsinntaki fyrir íbúð (0101) sem staðsett er í íbúð (0001) í herbergi við hliðina á inntaksklefa, ef þeir þurfa að geta skrúfað fyrir vatnið". Ekki er vitað um neinar kvaðir á lóð.
Hreiðar Levý lögg. fasteignasali og Betri Stofan Fasteignasala kynna fallega, vel skipulögða og sjarmerandi 80.7 fm (gólfflötur töluvert meiri), 5 herbergja hæð og ris með sérinngangi ásamt sérmerktu bílastæði í tvíbýlishúsi vinsælum stað í gamla Vesturbænum. Falleg og sjarmerandi rými með samliggjandi stofum og eldhúsi á aðalhæðinni ásamt baðherbergi, svefnherbergi, anddyrir og geymslu. Aukin lofthæð er á neðri hæðinni og falleg gluggasetning. í risi eru 2 barnaherbergi, gangur og góð geymsla undir súð. Húsið stendur á fallegri og gróinni 227,1fm eignarlóð. Tvö bílastæði eru á lóðinni, bílastæðið sem er nær húsinu tilheyrir íbúð í kjallara en bílastæðið sem er fjær húsinu tilheyrir íbúð á fyrstu hæð. Fyrir aftan hús er sameiginlegur sólríkur garður með sameiginlegri viðarverönd. Í garði er kaldur geymsluskúr sem tilheyrir efri hæðinni skv. hefð. Frábær staðsetning í gamla Vesturbænum með skóla á öllum stigum í göngufjarlægð, íþróttasvæði KR, fjölbreytta þjónustu, verslun, kaffi- og veitingahús og allt sem miðbærinn og Grandinn hafa upp á að bjóða.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@betristofan.is

Fasteignamat eignar skv. HMS fyrir árið 2026 er 78.050.000kr.

Eignin Bræðraborgarstígur 24 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 200-1119, birt stærð 80.7 fm. Nettó gólflötur eignar er 92,8fm.

Eignin skiptist í:
Hæð: Anddyri, baðherbergi, geymsla undir stiga, hjónaherbergi, samliggjandi eldhús, borðstofa og stofa.
Rishæð: 2 barnaherbergi, gangur og geymsla. 


Nánari lýsing eignarinnar:
Hæð:

Anddyri: Gengið inn um sérinngang. Flísar á gólfi, fatahengi. Stigi úr forstofu upp í rishæð.
Baðherbergi: Uppgert fyrir um 10 árum. Flísar á gólfi og stórum hluta veggja. Upphengt salerni, baðkar með sturtu, handklæðaofn, vaskur og spegill fyrir ofan vask. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Innbyggður skápur.
Hjónaherbergi: Rúmgott með innbyggðum opnum fataskáp.
Eldhús: Falleg upprunaleg innrétting með góðu skápaplássi. Samliggjandi borðstofu.
Borðstofa: Samliggjandi eldhúsi og stofu.
Stofa: Samliggjandi og opin inn í borðstofu. 

Ris:
Barnaherbergi I: Viðarplankar á gólfi, rennihurð.
Barnaherbergi II: Parket á gólfi, stór gólfflötur.
Geymsla/herbergi: Parket á gólfi á gólfi, undir súð. Lofthæð í hæsta punkti ca. 175cm.

Lóðin er 227,1 m² eignalóð við Bræðraborgarstíg 24 í Reykjavík, á lóðinni stendur mhl. 01 við Bræðraborgarstig 24. Tvö bílastæði eru á lóðinni, bílastæðið sem er nær húsinu tilheyrir íbúð í kjallara en bílastæðið sem er fjær húsinu tilheyrir íbúð á fyrstu hæð. Kaldur viðarskúr stendur á vesturenda í garði og tilheyrir hann efri hæð skv. hefð.

Sameign allra Í matshluta 01 er í sameign allra, inntök (0002) tröppur (0003) og sorp (0004) í kjallara, einnig tröppur (0102) á fyrstu hæð. Einnig er í sameign allra allt ytra byrði hússins. Eignahlutar skiptast eftir hlutfallstölu sameignar allra. Eignahlutfall eignar er 63,91%.

Hita og rafmagnskostnaður Í húsinu er einn hitamælir og skiptist kostnaður eftir hlutfallstölu hitakostnaðar. sameignarrými (0002) er ekki upphitað, geymsla (0201) er ekki upphituð. Hitamælir er staðsettur í inntaksklefa (0002). Íhúsinu eru tveir rafmagnsmælar þ.e. einn fyrir hvora séreign. Rafmagn í inntaksklefa er á mæli með kjallaraíbúð og er áætluð rafmagnsnotkun í sameign 3,12 kwh á ári og skiptist sá kostnaður jafnt á milli eigna (0001) og (0101). Rafmagnsmælar eru staðsettir í inntaksklefa (0002).

Falleg íbúð á góðum stað í gamla Vesturbænum með skóla á öllum stigum, verslun, þjónustu, veitinga- og kaffihús, íþrótta- og tómstundarstarf o.m.fl innan seilingar í göngufjarlægð.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasali í síma 661-6021 eða hreidar@betristofan.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
21/12/202046.350.000 kr.52.500.000 kr.80.7 m2650.557 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Skólavörðustígur 26a
Skólavörðustígur 26a
101 Reykjavík
94.2 m2
Einbýlishús
322
933 þ.kr./m2
87.900.000 kr.
Skoða eignina Vatnsstígur 19
3D Sýn
Bílastæði
Skoða eignina Vatnsstígur 19
Vatnsstígur 19
101 Reykjavík
85 m2
Fjölbýlishús
211
999 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Skoða eignina Eiríksgata 15
Skoða eignina Eiríksgata 15
Eiríksgata 15
101 Reykjavík
98.4 m2
Fjölbýlishús
312
863 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Skoða eignina Eiríksgata 23
3D Sýn
Skoða eignina Eiríksgata 23
Eiríksgata 23
101 Reykjavík
92.6 m2
Fjölbýlishús
413
917 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin