Bogi Molby Pétursson fasteignasali og Lind fasteignasala kynna til sölu: Vel staðsett 2ja hæða hús, austast í gömlu suðurhlíðum Kópavogs, rétt við Digraneskirkju. Húsið er í dag á tveimur fastanúmerum og er samtals 219,3 fm að meðtöldum 36,1 fm bílskúr, sem tilheyrir efri hæðinni. Tvær fjögurra herbergja íbúðir eru í húsinu, samtals 6 svefnherbergi, en auk þess var bílskúrinn áður innréttaður sem íbúð. Húsið stendur á 684 fm lóð.
Núverandi eigandi eignast húsið 2007, breytir innra skipulagi þess og skiptir því upp í tvö fastanúmer. Að sögn eiganda var þá einnig farið í töluvert viðhald á báðum íbúðum m.a. voru frárennslislagnir endurnýjaðar að mestu, sem og vatnslagnir, bæði heitt og kalt, og einnig rafmagnið að mestu leiti. Þá voru settir nýjir ofnar.
Komið er að viðhaldi á ytra byrði hússins, gluggum, glerjum, þaki, þakkanti og bílskúrsþaki. Lekkaskemmdir í bílskúr
Efri hæðin er 90,2 fm fjögurra herbergja íbúð, en auk þess fylgir bílskúrinn henni. Gengið er upp tröppur á suður hlið hússins og gengið inn um aðalinngang af stigapalli, sem er samtengdur suður svölum. Forstofa, þrjú svefnherbergi, stór stofa og baðherbergi. Eldhús og glerskáli/borðstofa, mynda saman fallegt rými með útsýni yfir Kópavogsdalinn. Svefnherbergin liggja saman í norðurhluta íbúðarinnan er sunnan megin er stofan og glerskálinn en hann er nýttur fyrir borðstofu. Forstofan er með flísum á gólfi og þar er stór fallegur fataskápur. Baðherbergið flísalagt, vegghent salerni og opnanlegur gluggi. Á öðrum rýmum hæðarinnar er fallegt parket á gólfum.
Neðri hæðin er 93 fm og hún er skráð sem kjallari. Þar er fjögurra herbergja íbúð með sérinngangi á framhlið hússins. Forstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og geymsla innan íbúðar. Að auki fylgir íbúðinni köld geymsla undir útidyratröppum, sem er inn í fermetratölu íbúðarinnar. Eldhúsið er rúmgott og þar er stór eldhúskrókur. Frístandandi eldavél og háfur fyrir ofan. Baðherbergið er með góðri sturtu, vegghengdu salerni og innréttingu undir vaski. Stofan er björt og opið er inn í eldhúsið. Svefnherbergin eru þrjú, hjónaherbergi og tvö barnaherbergi. Geymslan, sem er innan íbúðar er nýtt sem þvottahús. Parket er á gólfum íbúðarinnar en flísar eru á gólfum forstofu og inn á svefnherbergisgang, baðherbergi og geymslu/þvottahúss.
Bílskúrinn er 36,1 fm að stærð og tilheyrir efri hæðinni. Innréttuð var íbúð íbúð í bílskúrnum en ekki er búið í henni í dag. Þakið á skúrnum hefur ekki fengið nauðsynlegt viðhald síðustu árin og það lekur. Ástæðan er sú m.a. að eigandi ætlaði sér alltaf að fá heimild til þess að stækka efri hæðin með því að byggja ofaná skúrinn og það tók því ekki að skipta um þak á skúrnum.
Garðurinn er fyrir framan og aftan húsið og upp með vestur hlið þess. Lóðin 684 fm. Við austurhlið hússins er land í eigu Kópavogsbæjar og göngustígur sem liggur í austur, fyrir ofan Digraneskirkju. Að mestu óhindrað útsýni niður í Kópavogsdalinn. Lóðin er í sameign beggja hæða en efri hæðin hefur sérafnot af stæðinu fyrir framan bílskúrinn.
Vel staðsett hús með tveimur fjögurra herbergja íbúðum, á besta stað í gömlu Suðurhlíðum Kópavogs. Ytra byrði hússins þarfnast athugunar. íbúðirnar voru endurnýjaðar 2007 0g 2008.
Seljendur/Kaupendur mínir fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og vodafone
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir: Bogi Molby Pétursson 6993444 / Molby@fastlind.is
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég verðmet eignina þína.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900.kr