Pétur Ásgeirsson löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX fasteignasölu kynnir : Einkar fallega og bjarta 126,5 fm 5 herbergja íbúð á 3 hæð með tveimur svölum ásamt bílastæði í lokaðri bílageymslu við Þórðarsveig 13, 113 Reykjavík. Samkvæmt FMR er stærð íbúðarrýmis er 118,4 fm og geymslu 8,1 fm, samtals 126,5 fm.
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og sérgeymslu sem er við hliðin á bílastæðinu.
Hér getur þú gengið í gegnum eignina í 3D: Ýtið hér// 2 svalir.// Sér stæði í bílakjallara// Nýlegt parket á íbúðinni.
// Ný klæðning á stigahús 2019-2020.
// Nýlegt teppi í stigahúsi.
// Stigagangur ný málaður
// Skipt um þakefni árið 2023.Nánari lýsing eignarinnar:Forstofa: Er með parket á gólfi og fataskáp.
Stofan og eldhúsið: Eru í opnu og björtu rými, úr stofu er gengið út á skjólgóðar suður svalir. L-laga innrétting í eldhúsi, efri og neðri skápar, eyja á hjólum.
Hjónaherbergi: Er með parket á gólfi og fataskáp og er með útgengi út á austursvalir.
Barnaherbergin: Eru þrjú, öll með parket á gólfi og 2 með fataskáp.
Baðherbergið: Er flísalagt í hólf og gólf, þar er góð innrétting, baðkar og sér sturtuklefi.
Þvottahús: Mjög rúmgott
með hillum og glugga.
Bílastæðið: Er í lokuðu bílastæðahúsi og við hliðina á bílastæðinu er sér geymsla. Búið að leggja fyrir hleðslustöð.
Vel skipulögð íbúð í afar fjölskylduvænu hverfi umlukið einstakri náttúru. Stutt göngufæri í grunnskólann Sæmundarskóla og leikskólana Reynisholt og Geislabaug.
Nánari upplýsingar gefur Pétur Ásgeirsson löggiltur fasteignasali í síma 893-6513 / petur@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.