Helgafell fasteignasala og Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali kynna fallega og bjarta 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með timburverönd við Skyggnisbraut 5 í Reykjavík. Sér stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni. Stutt í falleg útivistarsvæði. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi/þvottahús og geymslu.
Nánari lýsing:Forstofa með fataskáp og vínylparketi á gólfi.
Stofa er björt með vínylparketi á gólfi. Útgengi á stóra timburverönd með gróðurhúsi. Opið milli eldhúss og stofu.
Eldhús með góðum innréttingum, ofn í vinnuhæð, innbyggðri uppþvottavél, góðum borðkrók og vínylparketi á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskápum og vínylparketi á gólfi.
Svefnherbergi með fataskáp og vínylparketi á gólfi.
Svefnherbergi með fataskáp og vínylparketi á gólfi.
Baðherbergi með innréttingu, sturtu, handklæðaofni, flísar í hólf og gólf. Tengi fyrir þvottavél.
Geymsla er 6,3fm og er staðsett í kjallara.
Stæði í bílageymslu fylgir, hleðslustæði til staðar.
Aðgengi að sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu á jarðhæð og í kjallara.
Falleg og vel skipulögð á frábærum stað í Úlfarsárdalnum. Stutt í falleg útivistarsvæði, sundlaug, íþróttastarf, skóla og leikskóla.Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit straxFyrir nánari upplýsingar hafið samband við:Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali
s. 868 7048 / linda@helgafellfasteignasala.is