Fasteignasalan TORG og Margrét Rós lgf. kynna í sölu fallega 3ja herbergja íbúð á 4. hæð (efstu) með rúmgóðum suðursvölum á besta stað í Lindahverfi í Kópavogi. Um er að ræða íbúð 403, í nýlegu lyftuhúsi, sem skiptist í forstofu, gang, eldhús ásamt stofu og borðstofu í opnu rými, góðar suðursvalir, tvö rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi/þvottahús. Sérgeymsla íbúðar er staðsett á sameignargangi í kjallara. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða margret@fstorg.is*** SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT ***Vel staðsett eign í vönduðu lyftuhúsi við Álalind, í nýlegu hverfi sem nefnist Glaðheimar. Álalind fékk verðlaun sem gata ársins árið 2022 sem veitt var af umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs, og segir m.a. "Gatan einkennist af snyrtilegum og vel hirtum lóðum, litríkum og fjölbreyttum akritektúr og skemmtilegum almenningssvæðum“. Stutt er í alla helstu þjónusta og verslanir. Leikskólinn (Dalur og Núpur) og grunnskóla (Lindaskóli) eru í göngufæri auk þess sem íþróttasvæði Gerplu og Salalaug er í næsta nágrenni. Góðar almenningssamgöngur eru í nálægð sem og fallegar göngu- og hjólaleiðir um hverfið (m.a. við Vífilsstaðavatn). Örstutt er í góð útivistarsvæði, golfvöll og óspillta náttúruna til að njóta útiverunnar.
Birt stærð skv. fasteignaskrá HMS er 97,2 m2, þarf af er 6,8 m2 geymsla í kjallara.** Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign hér **Skipulag og lýsing eignarhluta:Gengið er inn í opna
forstofu með forstofuskáp, þaðan er
gangur sem tengir saman aðrar vistverur íbúðar. Þar eru tvö rúmgóð
svefnherbergi og
baðherbergi með
þvottaaðstöðu. Inn af gangi tekur við opið og bjart
alrými sem samanstendur af opnu
eldhúsi,
stofu og
borðstofu með glugga á tvo vegu og góðu útsýni. Útgengt er frá stofu á rúmgóðar
suðursvalir.
Sérgeymsla íbúðar er á sameignargangi í kjallara.
Nánari skipting eignar:Forstofa er opin með harðparket á gólfi og góðum forstofuskáp.
Gangur liggur frá forstofu og tengir saman aðrar vistverur íbúðar.
Alrými þar sem eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými, með harðparket á gólfi.
Eldhús er opið við stofu/borðstofu, með fallegri L-laga innréttingu, efri og neðri skápum, helluborði, ofn í vinnuhæð, viftu og innbyggðri uppþvottavél.
Stofa/borðstofa er björt með góðum gluggum á tvo vegu með harðparket á gólfi og útgengt á suðursvalir með ágætu útsýni.
Svalir eru rúmgóðar, 13,3m
2 að stærð og snúa til suðurs.
Hjónaherbergi er bjart og rúmgott (13,3 m
2) með góðum fataskápum og harðparket á gólfi.
Svefnherbergi er rúmgott (10,2m
2) með góðum fataskáp og harðparket á gólfi.
Baðherbergi með flísalagt gólf og á veggjum að hluta, sturtubaðkari, upphengdu salerni, snyrtilegri innréttingu við vask og handklæðaofni.
Þvottahús er sameiginlegt með baðherbergi með góðri innréttingu á vegg fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Gólfefni, harðparket er í öllum rýmum nema baðherbergi/þvottahús sem er flísalagt.
Hurðar eru yfirfelldar og með 90 cm hurðabil í íbúð eru breiðari og því gott aðgengi t.d fyrir hjólastól.
Myndavéladyrasími er í eigninni.
Í sameign:Sér geymsla (
6,8 m2) sem fylgir eigninni er staðsett inn af sameignargangi í kjallara hússins.
Húsið og lóðin:Álalind 5 er fjögurra hæða staðsteypt og álklætt lyftufjölbýli auk kjallara. Húsið telst einn matshluti með alls 16 íbúðum. Í kjallara hússins eru geymslur íbúða og sameiginlegri hjóla/vagnageymsla. Sameignin er öll hin snyrtilegasta. Stigagangur er teppalagður og í anddyri hússins eru flísar á gólfi, myndavéladyrasíma og rafmagnsopnun á útidyrahurðum. Aðkoman að húsinu er góð og er lóðin öll frágengin með tyrfðri flöt og hellulagðri stétt með snjóbræðslu fyrir framan hús frá bílaplani. Hellulögð bílastæði eru fyrir framan hús. Alls eru 20 stæði á bílaplani sem tilheyra húsinu.
Nánari upplýsingar veita:Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
856-5858 /
margret@fstorg.isAðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s. 773-3532 / adalsteinn@fstorg.is
ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? SMELLTU HÉR
VILTU VITA HVAÐ VIÐSKIPTAVINIR OKKAR HAFA SEGJA? SMELLTU HÉRUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.