Sunnudagur 7. september
Fasteignaleitin
Skráð 5. sept. 2025
Deila eign
Deila

Skólavörðustígur 26

Tví/Þrí/FjórbýliHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
96 m2
4 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
82.500.000 kr.
Fermetraverð
859.375 kr./m2
Fasteignamat
79.250.000 kr.
Brunabótamat
42.600.000 kr.
Byggt 1954
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2005973
Húsgerð
Tví/Þrí/Fjórbýli
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Skólavörðustíg.
Virkilega falleg og björt, fjögurra herbergja íbúð með mikla möguleika á frábærum stað í miðbænum. 
Komið er inn í rúmgóða forstofu í miðju íbúðarinnar.
 
Eldhúsið var nýlega endurnýjað og er með fallegri innréttingu. Þar er mikið skápapláss og góð vinnuaðstaða. Innst í eldhúsinu er borðkrókur og þaðan er útgengt á stórar og skjólgóðar suðursvalir.        
 
Baðherbergið sem hefur allt verið endurnýjað er flísalagt í hólf og gólf. Þar er falleg innrétting, upphengt salerni og sturtuklefi. Tengi er fyrir þvottavél á baðherberginu.           
                                                                               
Svefnherbergin í íbúðinni eru tvö en möguleiki er á að breyta stofu eða borðstofu í svefnherbergi og fá þannig þriðja herbergið.
 
Svefnherbergi 1: Rúmgott með góðum skápum og tveimur gluggum til suðurs.
Svefnherbergi 2: Mjög rúmgott með sér baðherbergi með klósetti og vaski. Hægt er að stúka það af þar sem einnig er sérinngangur í það frá stigagangi og var það áður í útleigu. 
                                     
Stofan er nokkuð rúmgóð með stórum glugga þar sem hægt er að fylgjast með mannlífinu. Borðstofan er stór og björt með útgengi út á svalir.
Aftan við húsið er lokaður, skjólgóður bakgarður.
Íbúðin er með parketi og flísum á gólfi og henni fylgja þrír nýir gluggar fyrir eldhús og svefnherbergi. 
 
Íbúðin hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi og sömu eigendur eru einnig að selja þriggja herbergja íbúð ásamt aukarýmum í kjallara hússins þar sem væri möguleiki á að útbúa tvær leiguíbúðir. Því er þetta tilvalið tækifæri fyrir fjárfesta.
 
Þetta er virkilega falleg eign með mikla möguleika sem vert er að skoða. Hún er á eftirsóttum stað þar sem stutt er í alla þjónustu og allt það sem miðborgin hefur upp á að bjóða.
 
Listi yfir framkvæmdir:
 
2025 - Ný eldhúsinnrétting og tæki ásamt nýju harðparketi í eldhúsi, svefnherbergi og á gangi.
 
2017 - Baðherbergi endurnýjað að fullu með nýjum tækjum, innréttingu og flísum. 
 
2010 - Þakjárn og pappi endurnýjað 
 
2010 - Gafl hússins sem liggur að 26A múrviðgerður og málaður. Bakhlið hússins einnig múrviðgerð og máluð.
 
2002 - Endurnýjaðar frárennslislagnir undir botnplötu. Kalt vatn fyrir hæðir líka endurnýjað fyrir allt húsið undir kjallaraplötu að veggjum.
 

Vantar allar gerðir eigna á skrá. fagleg og góð þjónusta.
 
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
josep@fastgraf.is
www.fastgraf.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
09/07/202053.100.000 kr.22.000.000 kr.96 m2229.166 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Framnesvegur 57
Opið hús:09. sept. kl 16:30-17:00
Skoða eignina Framnesvegur 57
Framnesvegur 57
101 Reykjavík
80.1 m2
Fjölbýlishús
3
985 þ.kr./m2
78.900.000 kr.
Skoða eignina Njálsgata 59
Skoða eignina Njálsgata 59
Njálsgata 59
101 Reykjavík
102.7 m2
Fjölbýlishús
413
769 þ.kr./m2
79.000.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 80
Bílastæði
Skoða eignina Sólvallagata 80
Sólvallagata 80
101 Reykjavík
115.8 m2
Fjölbýlishús
413
742 þ.kr./m2
85.900.000 kr.
Skoða eignina Vesturvallagata 5
Vesturvallagata 5
101 Reykjavík
81.7 m2
Fjölbýlishús
413
978 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin