Fasteignasalan TORG kynnir: Fallega 4herb endaíbúð á vinsælum stað við Þorrasali 5-7 í Kópavogi. Óheft útsýni til suðurs og yfir golfvöll GKG Sér inngangur af svala gangi, sérmerkt bílastæði í bílageymslu. Íbúðin sem er skráð 4herb,115,4fm, þar af er geymslan 8,5fm, skiptist í dag í forstofu, 2 svefnherbergi, auðvelt að bæta þriðja svefnherberginu við, eldhús sem er opið við borðstofu og stofu, baðherbergi og þvottaherbergi.
Allar nánari uppl. um íbúðina veitir Lilja Ragnarsdóttir lgf. í lilja@fstorg.is eða í síma 663-0464Nánari lýsing: Sér inngangur er inn í íbúðina frá svala gangi. Komið er inn í rúmgóða forstofu með fataskápum sem ná upp í loft, gólf er lagt fallegum dökkum flísum. Frá forstofu er gengið inn í hol sem tengir önnur rými íbúðarinnar, gólf er parketlagt.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, sturta með gler skilrúmi, vegg hengt salerni, innrétting með skúffum, handlaug ofan á borðplötu. skápur á vegg.
Eldhús er opið með hvítri sprautulakkaðri innréttingu með miklu skápa og skúffu plássi, innbyggðum kæliskáp og uppþvottavél, bakarofn er í vinnuhæð. Innréttingin er L laga með skápum upp í loft og ''eyra'' með spanhelluborði, gólf er parketlagt.
Borðstofa er opin við eldhús og stofu, gengið er út á suður svalir frá borðstofu, gólf er parketlagt.
Svefnherbergi 1 er rúmgott, hvítir sprautulakkaðir fataskápar á heilan vegg ná upp í loft, gólf er parketlagt.
Svefnherbergi 2 er rúmgott, hvítir sprautulakkaðir fataskápar sem ná upp í loft, gólf er parketlagt.
Þvottahús með hillum, tengi fyrir þvottavél og þurkara. gólf er flísalagt.
Hurðir eru hvítar yfirfeldar og gólfefni samstæð. Í dag er íbúðin með tveim svefnherbergjum en auðvellt er að bæta þriðja herberginu við.
Á jarðhæð í sameign hússins er sérmerkt bílastæði með tengi fyrir rafhleðslustöð, sér 8,5fm geymsla og sameiginleg vagna og hjólageymsla með útgengi á lóð.
Húsið sjálft var málað að utan 2023 og sameign er snyrtileg, gott húsfélag er í húsinu.
Niðurlag: Falleg útsýnisíbúð á vinsælum stað í salahverfi í Kópavogi stutt í alla helstu þjónustu, ss. skóla, leikskóla, sundlaug, líkamsrækt, verslanir, og fallega náttúru.
Allar nánari uppl um eignina veitir Lilja Ragnarsdóttir i lilja@fstorg.is eða í 663-0464