Miklaborg kynnir: Grenimelur 8; Sérlega glæsileg eign á eftirsóttum stað á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 218,6 m2 eign á tveimur hæðum á með 24.5 m2 bílskúr, sem er inni í fermetratölu. Eignin er töluvert endurnýjuð og húsið hefur fengið gott viðhald. Samtals 5 stór svefnherbergi, þ.a. 2 á fyrstu hæðinni og 3 á jarðhæð. Stór stofa í opnu rými með arni og endurnýjuðu eldhúsi. 2 snyrtingar. Útgengi úr alrými / eldhúsi á stórar svalir mót suðri með stiga niður í garð. Einnig er útgengt í garð um tvöfaldar nýlegar dyr á jarðhæð. Auðveldlega má útbúa séríbúð á jarðhæð.
Leitið upplýsinga hjá Friðrik í s. 616 1313.
NÁNARI LÝSING: Á efri hæðinni eru forstofa, hol, 2 svefnherbergi, snyrting og alrými með samliggjandi stofu og endurnýjuðu eldhúsi. Arin er í stofu. Opnað hefur verið úr holi inn í stofur og veggur sem var milli stofa var einnig fjarlægður þannig að birtuflæði er mikið og hæðin opin. Burðararbiti var settur í op milli hols og stofu er veggir voru fjarlægðir. Innra skipulag eignarinnar er því ekki í samræmi við samþykktar teikningar. Eldhús er með eyju og innréttingum með sérsmíðuðum hurðum og marmaraborðplötum. Úr eldhúsi er gengið um tvíbreiðar dyr út á nýlegar suðursvalir úr stálgrind með harðviðargólfi og stiga niður í garð. Endurnýjað baðherbergi er með góðum innréttingum, skápavegg og baðkari og sturtu. Gegnheilt parket er á allri hæðinni nema baðherbergi og forstofu. Þar eru steinflísar úr íslensku blágrýti. Fallegur sérsmíðaður tréstigi niður á neðri hæð er í austurenda efri hæðar. Á jarðhæðinni eru gangur, 3 stór svefnherbergi og snúa 2 þeirra mót suðri. Úr austara herbergi hafa verið gerðar tvíbreiðar dyr út í garðinn og er niðurgrafið svæði þar fyrir framan sem nýtist til útivistar. Í vestara herberginu hefur verið stúkuð af geymsla sem auðveldlega má fjarlægja aftur. Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa er á jarðhæð ásamt geymslu og sameiginlegu þvottahúsi. Parket er á gólfum. Sér inngangur er á jarðhæð undir tröppum efri hæða og þar undir er köld útigeymsla. Auðveldlega má breyta jarðhæð í sér íbúð.
Húsið hefur fengið talsvert viðhald. Vegna breytinga á efri hæð var þak endurnýja. Múrviðgerðir fóru fram 2024 og var steinað í viðgerðir. Skólp og dren var yfirfarið og endurnýjað 2010 - 2012. Gluggar og gler hafa verið endurnýjaðir að hluta. Einfalt gler er í "frönskum" gluggum. Raflagnir eru endur- nýjaðar og rafmagnstafla ný. Hér er um sérlega glæsilega eign að ræða á þessum afar eftirsótta stað á Melunum í Reykjavík.
Seljandi skoðar skipti á ódýrari eign í Vesturbæ Reykjavíkur
Allar nánari upplýsingar gefur Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg. fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
22/03/2012 | 37.550.000 kr. | 56.500.000 kr. | 191.3 m2 | 295.347 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
107 | 218.6 | 185 | ||
107 | 179.2 | 169,9 | ||
110 | 236.3 | 187 | ||
101 | 164.8 | 183 | ||
110 | 219 | 169,9 |