Mánudagur 16. september
Fasteignaleitin
Skráð 3. sept. 2024
Deila eign
Deila

Litlahlíð 2f

RaðhúsNorðurland/Akureyri-603
158.2 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
81.500.000 kr.
Fermetraverð
515.171 kr./m2
Fasteignamat
58.550.000 kr.
Brunabótamat
68.300.000 kr.
Mynd af Sigurður Hjörtur Þrastarson
Sigurður Hjörtur Þrastarson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1976
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2148896
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Talið í lagi, ein rúða brotin í opnanlegu fagi í eldhúsi
Þak
Nýlega endurgert
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Einar yfir bílskúr. Aðrar yfirbyggðar suðvestan á húsi
Lóð
12,5
Upphitun
Hitaveita, gólfhiti í forstofu, eldhúsi, gestasnyrtingu og þvottahúsi
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Engar samþykktar en það kemur fram í yfirlýsingu húsfélags að drenið sé lélegt. Það hefur þó ekki verið ástæða til að fara í það enda er það að virka en það er vitað að það er sigið.
Það er líka augljóst að það er sig í bílaplaninu. Klóaklagnir hafa verið myndaðar þar og ekki vitað annað en að það sé í lagi. Það er reyndar sig við niðurfallið austast í planinu við F íbúðina þar sem oft situr pollur ef frýs í lögninni á veturnar.
Gallar
Útfellingar í lofti í bílskúr
Smá raki í kjallara í bílskúr
Skemmd í sökkli í eldhúsi við uppþvottavél 
Vantar gólflista á nokkra staði
Vantar að setja aðfellulista við fataskáp í hjónaherbergi
Efnisgardínur íbúðar fylgja ekki með, þá er átt við þær gardínur sem hanga á brautum eða slám
Litlahlíð 2f - Vel skipulögð og mikið endurnýjuð 5 herbergja raðhúsaíbúð á tveimur hæðum með bílskúr - Stærð 158,2 m².
Mjög vel staðsett íbúð, stutt er grunn- og leikskóla sem og íþróttasvæði Þórs. 

Eignin verður sýnd á opnu húsi fimmtudaginn 5.9 kl 12.15-13.00.

Nánari upplýsingar í síma 888-6661 eða senda tölvupóst á siggithrastar@kaupa.is

Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Neðri hæð: Forstofa, eldhús, stofa/borðstofa, gestasnyrting, þvottahús og bílskúr. 
Efri hæð: Fjögur svefnherbergi, baðherbergi og hol.

Forstofa er með flísum á gólfi og opnu fatahengi.
Eldhús er með ljósri innréttingu, með innbyggðri uppþvottavél, helluborði og bakaraofni í vinnuhæð. Innfelld lýsing er í eldhúsi. Flísar eru á gólfi og þar er gólfhiti. 
Stofa/borðstofa er með harðparketi á gólfi, þaðan er gengt út á góða timburverönd er snýr til suðvesturs.
Svefnherbergin eru fjögur og eru þau öll á efri hæð íbúðarinnar. Öll eru með harðparketi á gólfi og er nýr fataskápur í hjónaherbergi.
Hol efri hæðar  er með harðparketi á gólfi, þar hefur verið útbúið fatarými með rúmgóðum fataskápum. Úr holi er lúga uppá háaloft.
Baðherbergi er á efri hæð og er það allt uppgert. Snyrtileg innrétting, upphengt wc, walk-in sturta með innfelldum blöndunartækjum, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og handklæðaofn. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi. Flísar eru á gólfum og veggjum. 
Gestasnyrting er inn af forstofu, þar er upphengt wc og vaskur. Flísar á gólfi.
Þvottahús er einnig inn af forstofu, í dag er það ekki notað sem þvottahús og er þar gott geymslupláss. Sér inngangur er í þvottahús. 
Bílskúr, 24,9 m²,  er með rafdrifinni bílskúrshurð, gólf er málað og vegghillur. Undir bílskúr er geymsla, svipuð að stærð og bílskúr. Um tveggja metra lofthæð. Fermetrar í geymslu sem er undir bílskúr eru ekki inní heildar fermetrafjölda íbúðar.

Annað:
- Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum þar á meðal:
- Þak endurnýjað
- Eldhúsinnrétting endurnýjuð 2012, settur gólfhiti í eldhús
- Baðherbergi á efri hæð endurnýjað
- Gólfefni á árunum 2012-2015
- Timburverönd 2015
- 2023 voru allar innihurðar nema tvær endurnýjaðar. 
- Tvennar svalir eru á húsinu og er gengið út á þær annarsvegar úr hjónaherbergi og hinsvegar úr einu barnaherbergi.
- Nýir fataskápar í holi og hjónaherbergi.
- Ljósleiðari kominn inn og tengdur. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
06/09/201223.150.000 kr.25.000.000 kr.158.2 m2158.027 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Seljahlíð 13
Bílskúr
Skoða eignina Seljahlíð 13
Seljahlíð 13
603 Akureyri
134.7 m2
Raðhús
313
593 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Dvergaholt 9 - 212
Bílastæði
Dvergaholt 9 - 212
603 Akureyri
120.7 m2
Fjölbýlishús
413
679 þ.kr./m2
82.000.000 kr.
Skoða eignina Bogasíða 8
Skoða eignina Bogasíða 8
Bogasíða 8
603 Akureyri
161.8 m2
Raðhús
514
506 þ.kr./m2
81.900.000 kr.
Skoða eignina Seljahlíð 9f
Bílskúr
Skoða eignina Seljahlíð 9f
Seljahlíð 9f
603 Akureyri
152.1 m2
Raðhús
413
558 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin