Laugardagur 23. nóvember
Fasteignaleitin
Skráð 2. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Móabarð 10

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
225.8 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
4 Baðherb.
Verð
109.900.000 kr.
Fermetraverð
486.714 kr./m2
Fasteignamat
94.400.000 kr.
Brunabótamat
93.300.000 kr.
Mynd af Hera Björk Þórhallsdóttir
Hera Björk Þórhallsdóttir
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1957
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2078221
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta/ekki vitað
Raflagnir
Endurnýjað að hluta / Ekki vitað.
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Nýtt að hluta / Upprunalegt
Þak
Nýlegt þakjárn / ekki vitað.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Já, tvennar
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir




 
Gallar
Fylgjast þarf með sprungu og glugga á svölum í risi v/ leka sem myndast hefur við viss veðurskilyrði. Móða í gleri í stöfu og hjónaherbergi. Sprunga í rúðu á baðherbergi og í bílskúr. 

 
Kvöð / kvaðir
Sjá þinglýst skjal nr. 441-H-006704/2015 (Yfirlýsing Samkomulag eigenda um viðhald húsnæðis)
*** EIGNIN ER SELD EN MEÐ FYRIRVARA  ***

Mikill áhugi var fyrir eigninni. 
Ef þú ert með sambærilega eign og hefur áhuga að að fá verðmat þér að kostnaðarlausu smelltu þá HÉR 
Ef þú ert að leita að framtíðareign og vilt vera á lista fyrir sambærilegar eignir smelltu þá HÉR
______________________________
RE/MAX & HERA BJÖRK Lgf. kynna: 
Skemmtileg efri sérhæð og ris með sérinngangi, aukaíbúð og bílskúr/íbúð (2 útleigueiningar) í reisulegu og fallegu tvíbýli við Móabarð 10 í Hafnarfirði með fallegu útsýni. Góðar leigutekjur. 

Eignin er skráð 225,8 m² hjá Þjóðskrá og samanstendur af eldhúsi, stofu, borðstofu, sjónvarpsholi, 4 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, 2ja herb.aukaíbúð (66m²), bílskúr (41m²), 2 svölum og góðum garði.

Nánari lýsing eignar 
HÆÐ - 88,4 fm:
Andyri: Flísalagt og teppalagður stigi upp í íbúðina. Úr andyri er gengið niður í kjallara. 
Hol/gangur: Rúmgott parketlagt forstofurými með fatahengi. Leiðir inn í aðrar vistarverur og áfram upp fallegan stiga upp í ris. Úr holinu er gengið út á góðar suðaustur svalir.
Stofa / Borðstofa: Björt og rúmgóð með gluggum á þrjá vegu og með fallegu útsýni til vesturs. Parket á gólfi.
Eldhús: Hvít innrétting með góðu skúffu og skápaplássi. Flísar á gólfi og á milli skápa. Tengi fyrir uppþvottavél.  Ofn, helluborð og vifta. Fallegt útsýni til vesturs. 
Svefnherbergi I: Rúmgott með parket á gólfi og fataskápum. Útgengi út á suðvestur svalir.  Gluggi og svalahurð þarfnast viðhalds. 
Herbergi Il: Parket á gólfi og fataskápur. 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólfi. Vaskaspápur með handlaug og upphengt salerni. Baðkar með sturtu. Handklæðaofn. Gluggi með opnanlegu fagi. 
RIS HÆÐ - 30 fm (að hluta til undir súð):
Sjónvarpshol: Komið upp í bjart rými með parket á gólfi og innbyggðum eldri skáp. Geymsla undir súð.
Herbergi IIl: Parket á gólfi og eldri fataskápur. Gengið út á svalir með fallegu útsýni til vesturs. 
Herbergi IIIl: Parket á gólfi. Innnbyggðir upprunalegir skápar. 
Baðherbergi II / Þvottahús: Endurnýjað 2021-23. Parketflísar á gólfi og klósettkassa. Góð skúffueining undir handlaug. Upphengt salerni. Handklæðaofn og tengi fyrir þvottavél/ þurrkara. Flísalögð sturta.
AUKA ÍBÚÐIR
2ja herb. íbúð í kjallara:
  Er 66 m² (gangur og geymsla í kjallara inni í þeim m²) með sérinngangi og flísalagðri forstofu. Eldhúsið með flísum á gólfi.  Stofa og herbergi með parket á gólfi.  Baðherbergi með sturtu og flísar á gólfi. Nýjir gluggar í allri íbúð. Er í útleigu. 
Íbúð í bílskúr: Er 41 m². Forstofa, eldhús, stofa og herbergi mynda eitt rými. Baðherbergi með flísum á gólfi og vegg að hluta, sturta og upphengt klósett. Er í útleigu.
Geymsla: Tvær geymslur í kjallara og sameignlegt þvottahús.
Garður: Fullfrágengin og skiptist á milli eigenda skv. eignaskiptasamningi. 

ÁSTAND EIGNAR
Húsið er í ágætu ástandi og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.
2014: Húsið múrviðgert og málað.
2015-2016: Þak yfirfarið og endurnýjað að hluta (pappi og járn). Eldhús endurnýjað. Baðherbergi neðri hæðar endurnýjað. Nýr austur gluggi í risi. Ný svalahurð og 2x gluggi á hæð. Ofnalagnir endurnýjaðar ásamt rafmagni að hluta. Þak á bílskúr einangrað og bílskúr innréttaður sem vinnustofa/ íbúð. 
2017: Lagnir myndaðar og metnar í lagi. 
2018: Nýir gluggar í kjallara, 8 stykki.  Útidyrahurð endurnýjuð.
2021: Baðherbergi / þvottahús í risi endurnýjað að hluta. Einangrun í skúr lagfærð ásamt nýju parketi og sturtuklefa. 
2022: Timburstigi upp í ris einangraður og yfirfarin. Létt múr viðhald og málun utanhúss. 
2023: Ný rafhleðslustöð. Svalir í risi þéttar með gúmmíkvoðu og tröppumálningu. Sjá söluyfirlit. 
2024: Ný rafmagnstafla í sameign. Geymsla og geymslugangur í kjallara málað. 

Hér er um að ræða spennandi eign með góða tekjumöguleika í þessu fjölskylduvæna hverfi. Stutt í góðar gönguleiðir / útisvist og í göngufæri við skóla, sundlaug og alla þá mennnigu og þjónustu sem miðbærr Hafnarfjarðar hefur upp á að bjóða. Stutt í almenningssamgöngur með tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins.

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið. 

Allar nánari upplýsingar veitir Hera Björk, löggiltur fasteignasali í síma 774-1477 á milli kl. 10:00 og 17:00 alla virka daga eða á netfanginu herabjork@remax.is 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill REMAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. sjá nánari upplýsingar um gjaldskrá á heimasíðu lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
_________________________________
Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað við fasteignasölu frá janúar 2017 þegar ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og hefja störf sem fasteignasali. 
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma: 774-1477 eða á netfangið herabjork@remax.is 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
03/06/201745.550.000 kr.63.150.000 kr.225.8 m2279.672 kr.
18/10/201231.550.000 kr.28.000.000 kr.225.8 m2124.003 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1957
66 m2
Fasteignanúmer
2078221
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
00
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
27.300.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1985
41.4 m2
Fasteignanúmer
2078221
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
14.350.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Smyrlahraun 35
Bílskúr
Skoða eignina Smyrlahraun 35
Smyrlahraun 35
220 Hafnarfjörður
233.8 m2
Raðhús
515
500 þ.kr./m2
117.000.000 kr.
Skoða eignina Hverfisgata 35
Bílskúr
Skoða eignina Hverfisgata 35
Hverfisgata 35
220 Hafnarfjörður
211.5 m2
Fjölbýlishús
23
487 þ.kr./m2
102.900.000 kr.
Skoða eignina Hellisgata 16
Skoða eignina Hellisgata 16
Hellisgata 16
220 Hafnarfjörður
198.1 m2
Fjölbýlishús
514
530 þ.kr./m2
104.900.000 kr.
Skoða eignina Stekkjarhvammur 7
Bílskúr
Stekkjarhvammur 7
220 Hafnarfjörður
183.2 m2
Raðhús
615
638 þ.kr./m2
116.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin