Sunnudagur 24. nóvember
Fasteignaleitin
Skráð 7. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Depluhólar 2

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-111
248.7 m2
10 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
147.900.000 kr.
Fermetraverð
594.692 kr./m2
Fasteignamat
118.950.000 kr.
Brunabótamat
116.250.000 kr.
Mynd af Sigrún Gréta Helgadóttir
Sigrún Gréta Helgadóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1976
Þvottahús
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2048479
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar.
Raflagnir
Dregið nýtt að hluta og yfirfarið fyrir nokkrum árum.
Frárennslislagnir
Upprunalegar.
Gluggar / Gler
Verið endurnýjaðir að hluta í gegnum árin.
Þak
Endurnýjað að hluta fyrir um tólf árum.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
SV-svalir.
Upphitun
Hitaveita.
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Þarf að athuga með samskeypti á þaki (nýrri hluti þakjárns/eldri hluti þakjárns). Sturta á efri hæð er ónothæf. Í aftaka veðri ca. 1 x/ári hefur komið dropar inn um aðra lofttúðuna á baðherbergi niðri. Lofthæð á neðri hæð er um 220 cm.
Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir einbýlishús að Depluhólum 2 í Reykjavík. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Út frá stofurými og svölum er einstakt útsýni til vesturs að Snæfellsjökli. Stór gróinn garður og tvöfaldur bílskúr. Göngufæri er í skóla á þremur stigum og í verslanir, sundlaug o.fl. Einnig er skógur neðan við götu með bæði malbikuðum stígum og malarstígum. Mikil náttúruparadís sem leiðir mann inn í Elliðaárdal og Víðidal.
Eignin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, skála, eldhús, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, gestasalerni, tómstundarými, skrifstofurými, þvottahús, búr, geymslu og bílskúr. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 248,7 m2, en nýttir fermetrar eru fleiri (ca 31 m2 að auki).
Allar frekari upplýsingar veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is 

Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing efri hæðar:
Forstofa er rúmgóð með viðarfataskáp sem nær upp í loft. Ljósar gólfflísar.
Gestasalerni er við forstofu. Upphengt salerni, Viðarinnrétting með skápum og kappa með innfelldu ljósi. Veggfestur spegill. Ljósdrapplitaðar gólfflísar, eins og í forstofu.
Herbergi I er inn af forstofu. Gluggar á tvo vegu, annar gólfsíður. Parket á gólfi.
Herbergi II er núna nýtt sem opið rými við hringstiga. Parket á gólfi.
Herbergi III er á svefnherbergisgangi. Parket á gólfi. Tvöfaldur fataskápur nær upp í loft.
Herbergi IV er rúmgott með viðarfataskápum sem fyllir einn vegg. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með tvöföldum vaski í innréttingu. Borðplata með marmaraáferð. Veggflísar í retro stíl sem og gólfdúkur. Baðkar og sér sturta, en sturtan er ónothæf.
Herbergisgangur er parketlagður og í enda hans er útgengi út á afgirta hellulagða verönd með skjólgirðingu.
Stofa og borðstofa er í opnu rými. Stórir gluggar og aukin lofthæð. Gengið er út á suðvestur svalir. Parket á gólfi stofu.
Svalir eru meðfram langhlið húss til vesturs og fyrir húshornið til suðurs. Frábært útsýni út að Snæfellsjökli, Faxaflóa og Höfuðborgarsvæðinu. Flísar voru teknar af svalargólfi og svalargólf var viðgert og múrað.
Eldhús er með viðarinnréttingu á þremur veggjum. Hluti efri skápa eru með möttu gleri. Ofn, örbylgjuofn og helluborð. Inn af eldhúsi er búr (þvottahús á teikningu). Gólfhiti og ljósar gólfflísar.
Búr er með vaski, borði og auka innréttingu eins og er í eldhúsi. Inn af því er annað rými með hillum og nýtist m.a. fyrir matvörur. Ljósar gólfflísar á öllu.
Nánari lýsing neðri hæðar:
Alrými 
er merkt föndur á teikningu. Stórt og bjart rými með um 2,2 m. lofthæð. Parket á gólfi.
Herbergi V er inn af alrými og er nýtt í dag sem föndurherbergi. Þetta herbergi er ekki inni í skráðum fermetrum. Er ca. 15,1 m2. Gluggi og opnanlegt fag. Parket á gólfi.
Baðherbergi með sauna er mjög rúmgott. Þar er hvíldarsvæði, Saunaklefi (endurnýjað stjórnborð), rúmgóður sturtuklefi með glerhurð, hvítur handklæðaofn og sér salernisaðstaða. Viðarinnrétting með innfelldri lýsingu, spegill, handlaug og upphengt salerni. Gólfhiti og ljósar gólfflísar á öllu. Þetta rými er ekki inni í skráðum fermetrum. Eru ca. 15,9 m2.
Þvottahús er með útgengi út í garð til vesturs. Hvít innrétting með stæði og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Grá borðplata og vaskur. Hvítur léttur skápur ofan á gráum gólfflísum.
Bílskúr er tvöfaldur með millivegg að hluta. Ofnar sitthvoru megin í bílskúr. Niðurfall og heitt og kalt vatn. Málað gólf.
Geymsla er inn af bílskúr, gengið upp eina tröppu frá bílskúr.
Garður er stór og gróinn. Fjölærar plöntur, trjágróður, grasflötur, hellulögt afgirt verönd með hliði. Bílaplan er steypt. Útidyratröppur voru múrviðgerðar í sumar og er snjóbræðsla undir. Einnig voru svalir múrviðgerðar í sumar. Eigendur að Depluhólum 4 kosta vegg sem reistur verður á lóðarmörkum Depluhóla 2 og 4. Teikningar liggja fyrir.
Hluti af þakjárni var endurnýjað fyrir um 12 árum, hinn hlutinn er eldri. Allir gluggar í stofu eru nýir og hluti glugga annarstaðar verið endurnýjaðir. Rafmagn er dregið nýtt að hluta, að öðru leiti yfirfarið. Flestar innréttingar, Eikarskápar og flest gólfefni (flísar og parket) voru endurnýjuð fyrir um tólf árum.

Fyrirhugað fasteignamat 2025: 125.050.000 kr.

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Lágaberg 5
Bílskúr
Skoða eignina Lágaberg 5
Lágaberg 5
111 Reykjavík
256.1 m2
Einbýlishús
624
617 þ.kr./m2
157.900.000 kr.
Skoða eignina Neðstaberg 2
Bílskúr
Skoða eignina Neðstaberg 2
Neðstaberg 2
111 Reykjavík
305.1 m2
Einbýlishús
834
511 þ.kr./m2
155.900.000 kr.
Skoða eignina Vættaborgir 46
Skoða eignina Vættaborgir 46
Vættaborgir 46
112 Reykjavík
223 m2
Parhús
524
708 þ.kr./m2
157.900.000 kr.
Skoða eignina Jarpstjörn 23
Bílskúr
Opið hús:25. nóv. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Jarpstjörn 23
Jarpstjörn 23
113 Reykjavík
193.2 m2
Raðhús
634
724 þ.kr./m2
139.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin