Laugardagur 23. nóvember
Fasteignaleitin
Skráð 22. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Vættaborgir 46

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
223 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
157.900.000 kr.
Fermetraverð
708.072 kr./m2
Fasteignamat
136.200.000 kr.
Brunabótamat
105.900.000 kr.
Mynd af Sölvi Þór Sævarsson
Sölvi Þór Sævarsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 1998
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2235564
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Í lagi. Móða á gleri í herb. á neðri hæð.
Þak
Í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
1
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
EIGNIN ER EINGÖNGU SÝND Í EINKASKOÐUN - VINSAMLEGAST BÓKIÐ SKOÐUN HJÁ SÖLVA á netfang solvi@domusnova.is eða í s. 618-0064

SÖLVI OG DOMUSNOVA KYNNA:
 GLÆSILEGT OG VEL SKIPULAGT 223 FM PARHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM MEÐ INNBYGGÐUM BÍLSKÚR Í VINSÆLU HVERFI Í GRAFARVOGINUM.
FRÁBÆRT ÚTSÝNI Í ÁTT TIL ESJUNNAR OG TIL VESTURS. SÉRLEGA KYRRLÁTT HVERFI OG STUTT ÚT Í NÁTTÚRUNA OG GÓÐAR GÖNGU- OG HJÓLALEIÐIR.

 
  • Fjögur rúmgóð svefnherbergi.
  • Vandaðar innréttingar.
  • Gegnheilt niðurlímt Iberio parket.
  • Hátt til lofts í stofu og eldhúsi.
  • Hurð úr eldhúsi á sólpall með skjólveggjum.
  • Heittur pottur og útisturta á sólpalli.


Eignin er í heild skráð 223 fm skv. HMS (Þjóðskrá Íslands), þar af er bílskúr skráður 36 fm. Íbúðarrýmið er skráð 187 fm.
Auk þess er c.a 15 fm ósamþykkt innra rými inn af bílskúr sem hægt væri að útbúa sem sjónvarpsherbergi með aðgengi frá neðri hæð.

Gengið er inn á neðri hæðina þar sem er: Flísalögð forstofa. Gangur með fataskápum. Tvö góð svefnherbergi. Baðherbergi. Úr gangi er fallegur parketlagður stigi upp á efri hæð.
Á efri hæðinni er stofa og borðstofa og eldhús. Svefnherbergi/ skrifstofuherbergi, baðherbergi og hjónaherbergi.
Útgengt úr eldhúsi út á nýlegan stóran 70fm pall, sem er opinn út í glæsilegan og fallega gróinn suðurgarð.  

Upphaflegir eigendur hafa viðhaldið eigninni vel.
Vandað og vel umgengið hús með fallegri lóð og þaðan sem stutt er í alla almenna þjónustu og göngufæri í grunn- og leikskóla. 
Stutt í útivistarsvæði í austurhluta borgarinnar, golfvelli, sundlaugar og sjósund við Geldinganes. 



Allar nánari uppl.  veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is 

Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi. Þaðan er gengið inn í bílskúrinn. Millihurð inn á flísalagðan gang.
Tvö stór svefnherbergi með fataskápum.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Walk-in sturta og handklæðaofn. DURAVIT-Philip Stark salerni og DURAVIT handlaug. Vönduð blöndunartæki. Baðinnréttingar frá Brúnás.
Þvottahús mjög rúmgott með innréttingu og útgengi út í garðinn. Flísar á gólfi.
Úr gangi er fallegur stigi og vandað handrið úr burstuðu stáli sem liggur upp á efri hæðina.
Í opnu rými er glæsileg stór stofa og borðstofa með fallegu útsýni í áttina að Esjunni.
Úr stofunni er gengið út á svalir til norðurs.
Sunnan megin er rúmgott eldhús með vönduðum tækjum og helluborði. Falleg innrétting frá Trésmiðjunni Borg með viðhaldsléttum borðplötum.
Svefnherbergi með fataskáp.
Stórt hjónaherbergi með stórum fataskáp frá Brúnás. Útgengi á svalir norðan megin.
Baðherbergi með walk-in sturtu, Handklæðaofn. DURAVIT-Philip Stark salerni og DURAVIT handlaug. Vönduð blöndunartæki. Baðinnétting frá Brúnás.
Út úr sjónvarpsrýminu er gengið út á glæsilega 70 fm viðarverönd, í suðurátt, með hitaveitupotti, útisturtu og fallegum ræktaðum garði.
Gólfefni: Öll gólf í húsinu eru með þykkur gegnheilu Iberaro parketi, 7 cm breiðum borðum, en flísar á forstofu og gangi á neðri hæð og í þvotthúsi og á baðherbergjum
Mikil lofthæð á efri hæð eða 270-380 cm. Innfelld vönduð ítölsk loftljós á efri hæð úr stáli. Rafmagnsefni frá GIRA.
Loftplötur á efri hæð er allar hvítar Huntonit þiljur.
Þak: Þykkt galvaniserað bárujárn sem hefur verið yfirfarið annað hvert ár.
Upphitað hellulagt bílaplan og hellulagðir göngustígar meðfram lóðarmörkum og meðfram húsi vestan megin upp hellulagðar tröppur upp í suðurgarðinn.
Falleg ný viðargirðing lokar af garð við lóðamörk til suðurs.

Húsið hefur fengið  gott og reglubundið viðhald að utan og innan alla tíð og málað reglulega eða á amk 5-6 ára fresti. Húsið er s.k. kubbahús, sem er steypt ofan í varmamót  og er því sérlega vel einangrað að innan og utan. Húsið er múrað að utan sem innan og að hluta til er viðhaldslítill steinmúr að utan.
Allir milliveggir að innan eru úr hlaðnir þykkum gjallplötum.

Viðhald hússins:
*2024: Málað að utan, handrið á norðurhlið málað. Þakkantur málaður.
*2023: Nýtt span helluborð í eldhúsi frá Electrolux.
*2022: Nýir ofnar í eldhúsi, blástursofn og hálfur ofn/örbylgjuofn frá Electrolux.
*2021: Endurbætur og framkvæmdir í suðurgarði, hellulagðar tröppur endurlagðar.
*2020: Ný og glæsileg opin 70 fm tréverönd, opin út í garði með glænýjum hitaveitupotti og skjólvegg milli húsa og
            lágreistum skjólvegg til vesturs. 14 m löng skjólgirðing smíðuð við suður lóðamörk. Glæsileg útisturta.
*2018: Hús heilmálað að innan, bæði veggir og loft og gluggar. Allt parket í húsinu pússað og lakkað með möttu lakki.
*2013: Baðherbergi á efri hæð endurnýjað, baðkar niður og sett opin walk in sturta.   
*2012: Baðherbergi á neðri hæð endurnýjað og walk in sturta flísalögð.
*2010: Þak grunnað og málað. Hafði þá veðrast í 12 ár og sá ekki á því.

Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs  og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu rétttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis::
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta ámeðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúinað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykill er til skýringar á þeirri skráningu: 
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti. 
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umssýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Jöfursbás 5D - íb. 502
Bílastæði
Jöfursbás 5D - íb. 502
112 Reykjavík
179.8 m2
Fjölbýlishús
222
889 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 5
Bílastæði
Skoða eignina Jöfursbás 5
Jöfursbás 5
112 Reykjavík
179.8 m2
Fjölbýlishús
422
889 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Miðhús 42
Skoða eignina Miðhús 42
Miðhús 42
112 Reykjavík
271.3 m2
Einbýlishús
624
589 þ.kr./m2
159.700.000 kr.
Skoða eignina Funafold 15
Bílskúr
Skoða eignina Funafold 15
Funafold 15
112 Reykjavík
225.2 m2
Einbýlishús
715
664 þ.kr./m2
149.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin