Opið hús fimmtudaginn 16 okt milli kl 17.30 og 18.00. Athugið ekki er hægt að sýna eignina fyrir opið hús.
Valhöll fasteignasala og Gylfi Þór löggiltur fasteignasali kynna einbýlishús við Ásenda 3 108 Reykjavík.
Eign sem býður upp á ýmsa möguleika en þarfnast viðhalds.
Um er að ræða 213,9 fm einbýlishús með viðbyggðum bílskúr. Húsið er 177,4 fm og bílskúrinn 36,5 fm. Stór sólpallur, uþb.70 fm án þrepa og með heitum potti er við eignina.
Nánari lýsing.
Einbýlis hús á einni hæð með viðbyggðum bílskúr og stórum sólpalli. Búið er að breyta eigninni og innrétta tvær aðskildar íbúðir í húsinu en hægt er að breyta því fyrirkomulagi í upprunalegt horf. Önnur íbúðin er með forstofu gangi, tveimur svefnherbergjum, stofu, borðstofu, opnu eldhúsi og stóru baðherbergi. Hin íbúðin er með með þremur svefnherbergjum, opnu eldhúsi, baðherbergi og litlu sjónvarpsholi.
Bílskúr er rúmgóður með gluggum og hurð út á lóð.
Þvottahús er sameiginlegt með góðri innréttingu, harðparketi og gluggum.
Myndir eru úr íbúð 1.
Íbúð 1, þriggja herbergja
Eldhús: Opið inn í borðstofu, viðar innrétting ágætis skápaplássi, nýlegur ofn og helluborð.
Borðstofa: Harðparket á gólfi, borstofurými opið inn í eldhús og stofu.
Stofa: Arinn, harðparket á gólfi, hurð út á suðurverönd.
Baðherbergi: Flísar, hvít innrétting, upphengt salerni,sturta og handklæða ofn, hurð út á norðurlóð.
Hjónaherbergi: Harðparket á gólfi og fataskápur með rennihurðum.
Herbergi 2: Harðparket á gólfi.
Íbúð-II, fjögurra herbergja.
Eldhús: Harðparket á gólfi, viðarinnrétting með fínum skápaplássi.
Sjónvarpshol: Harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt, baðkar með sturtu.
Hjónaherbergi: Teppi á gólfi og stór fataskápur
Herbergi 2: Harðparket á gólfi.
Herbergi 3: Harðparket á gólfi, hurð út á suðurverönd.
Samkvæmt upphaflegri teikningu er eignin teiknuð með fimm svefnherbergjum, stofu, borðstofu, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi ásamt bílskúr.
Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér eignina vel að innan sem utan og leita sér eftir atvikum ráðlegginga
og aðstoðar sérfróðra manna eða sérhæfðra skoðunarfyrirtækja við skoðun á eigninni.
Viðhald:
Rafmagnstöflur endurnýjaðar og rafmagn að hluta 2015
Pallur byggður 2015
Ofnakerfi endurnýjað að hluta með utanáliggjandi lögnum.
Þak endurnýjað og reist upp 1992
Væntanlegt viðhald:
Dren er upprunalegt og ástand ekki vitað
Frárennsli, skólp og vatn, ástand ekki vitað
Bílskúr þarnast aðhlynningar og viðgerðar á þaki.
Nánari upplýsingar veitir:
Gylfi Þór Gylfason s. 7704040 löggiltur fasteignasali eða á gylfi@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.