Fimmtudagur 2. janúar
Fasteignaleitin
Skráð 13. apríl 2023
Deila eign
Deila

Fjarðarvegur 3

FjölbýlishúsNorðurland/Þórshöfn-680
134.8 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
39.000.000 kr.
Fermetraverð
289.318 kr./m2
Fasteignamat
12.450.000 kr.
Brunabótamat
59.450.000 kr.
Byggt 1965
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2247995
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Talið í lagi
Raflagnir
Talið í lagi
Frárennslislagnir
Talið í lagi
Gluggar / Gler
Þarf að skoða
Þak
Nýlega endurnýjað
Svalir
Já úr stofu og anddyri
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Lögeign kynnir eignina Fjarðarvegur 3, 680 Þórshöfn.
 
Eignin Fjarðarvegur 3 er samtals skráð 262 m2 og skiptist það í íbúð á fimm herbergja íbúð á eftir hæð sem er 134,8 m2 og atvinnuhúsnæði á neðri hæð og í kjallara sem er skráð 127,2 m2. Húsið er byggt árið 1965 úr steypu og er miðsvæðis í bænum, í nálgæð við hafnarsvæðið. Gott aðgengi er að húsnæðinu og steypt bílastæði. Þak var endurnýjað á húsinu fyrir þremur árum. 
Hægt er að breyta neðri hæðinni og gera þar t.d. íbúð með nokkrum herbergjum en einnig býður rýmið upp á að vera með margskonar rekstur eða skrifstofuaðstöðu.


Íbúð á efri hæð; 
Forstofa er á neðri hæð og er þaðan gengið upp teppalagðan stiga upp að íbúð. Stór gluggi er í stigauppgöngunni. Þar er útgengi út á stórar svalir með sem eru með fallegu útsýni yfir hafnarsvæði og út á haf. Þvottahús er einnig í sérherbergi á stigapalli og er þar sem skápainnrétting. Þegar komið er inn í íbúð er strax komið inn á herbergisgang sem er með fjórum svefnherbergjum og baðherbergi. Skápar eru í öllum fjórum svefnherbergjum. Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, upphengdu salerni, vaskainnréttingu og sturtuklefa.
Eldhús og stofa er innst í íbúðinni. Eldhús er opið bæði inn á gang og inn í borðstofu. Eldhúsinnrétting er hvít með dökkri borðplötu og flísum á milli efri og neðri skápa. Borðkrókur er við eldhúsinnréttingu. Stofa og borðstofa eru í opnu rými, útgengi er út á svalir úr stofunni. Stórt gluggi er í stofurýminu með góðu útsýni. 

Neðri hæð;
Var áður nýtt sem skrifstofuhúsnæði. Er skráð sem póstafgreiðsla hjá þjóðskrá en húsið hefur hýst margvíslega starfsemi í gegnum árin og hentar vel undir margskonar rekstur auk þess sem hægt væri að útbúa íbúð í rýminu. Um er að ræða neðri hæð ásamt kjallara, samtals að stærð 127,2 m2. Sérinngangur er í rýmið en einnig er hægt að deila inngangi með efri hæð. Rýmið er opið með stórum herbergjum þar sem áður var móttaka og skrifstofuaðstaða. Rúmgott herbergi með glugga er svo í horni rýmisins inn af alrýminu. Lítil eldhúsinrétting er í einu herbergjanna þar sem áður var kaffistofa. 
Kjallarinn er með baðherbergi þar sem er salernis- og sturtuaðstaða. Fyrir framan baðherbergi eru skápar. Þar við hliðina er tvöfalt herbergi sem er hálfniðurgrafið með litlum glugga. Geymslurými og lagnageymsla er í svo í hinum enda kjallarans, en þar einnig inngangshurð. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu hermann@logeign.is.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/01/202412.450.000 kr.27.000.000 kr.262 m2103.053 kr.Nei
21/12/20156.500.000 kr.12.500.000 kr.134.8 m292.729 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Lögeign
https://www.logeign.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Garðarsbraut 69
Skoða eignina Garðarsbraut 69
Garðarsbraut 69
640 Húsavík
98.1 m2
Fjölbýlishús
413
386 þ.kr./m2
37.900.000 kr.
Skoða eignina Túngata 29
Skoða eignina Túngata 29
Túngata 29
580 Siglufjörður
95.7 m2
Einbýlishús
414
402 þ.kr./m2
38.500.000 kr.
Skoða eignina Hávegur 8
Skoða eignina Hávegur 8
Hávegur 8
580 Siglufjörður
111.7 m2
Einbýlishús
513
349 þ.kr./m2
39.000.000 kr.
Skoða eignina Hvanneyrarbraut 61
Hvanneyrarbraut 61
580 Siglufjörður
145.4 m2
Einbýlishús
524
274 þ.kr./m2
39.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin