Andri Freyr Halldórsson lgfs & LIND Fasteignasala, kynna til sölu:
Vel skipulagða og bjarta 4. herbergja, 115,3 fm íbúð á 2. hæð í 6 íbúða fjölbýli í Árbænum.
Tvær svalir – útgengt á austur svalir úr borðstofu og suður svalir úr hjónaherbergi.
Skráð stærð eignar skv. FMR er 115.3 fm. þar af er geymsla 6.2 fm. Íbúðin er merkt 02-01.
*Fasteignamat skv. fmr er 72.100.000 kr.*
*Vel skipulögð og björt 4. herbergja íbúð.
*Tvær svalir – austur og suður.
*Rúmgóð stofa og borðstofa.
***SÆKJA SÖLUYFIRLIT***Eignin skiptist í:Forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, herbergisgang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og sérgeymslu í sameign.
Nánari lýsing eignar:Anddyri: Með góðum fataskáp og parketi á gólfi.
Eldhús: eldhús er með
nýlegri innréttingu. Ísskáp, helluborð, bakarofn, örbylgjuofn í vinnuhæð, háfur og innfeld uppþvottavél er í innréttingu. Parket á gólfi.
Stofa & borðstofa: eru samliggjandi, rúmgott og bjart rými með gluggum til
austurs og suðurs. Parket á gólfi.
-Útgengt er á austur svalir úr borðstofu.Baðherbergi: baðkar með sturtu og góðri innréttingu. Nægt skápapláss við og undir handlaug. Flísalagt í hólf og gólf.
-Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.Hjónaherbergi: með parketi á gólfi og rúmgóðum fataskápum.
-Útgengt er úr herbergi á suður svalir.Svefnherbergi 1: með viðar parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 2: með viðar parketi á gólfi.
Geymsla: 6.2 fm, staðsett í sameign.
Þvottahús: staðsett í sameign. Hver íbúð hefur sína vél.
Eignin nýtur þess að vera á
rólegum og grónum stað í Árbæ, þar sem stutt er í fallegar
gönguleiðir og útivist. Í næsta nágrenni er
Elliðaárdalurinn með fjölbreyttri náttúru með hjóla- og göngustígum, sem gerir svæðið einstaklega aðlaðandi fyrir útivist og daglegar gönguferðir.
Hraunbær 18 er vel staðsettur í þægilegu og skipulögðu íbúðahverfi þar sem leiksvæði og græn svæði mynda
fjölskylduvænt og friðsælt umhverfi. Stutt er í
alla helstu þjónustu; grunnskóla, leikskóla, verslun, sundlaug og íþróttasvæði.
Góð tenging er við stofnbrautir og almenningssamgöngur, sem gerir staðsetninguna hentuga fyrir bæði fjölskyldur og einstaklinga.
Nánari upplýsingar veita:
Andri Freyr Halldórsson lögg. fasteignasali / 762-6162 / ANDRI@FASTLIND.IS
Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar.
Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 10 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma & SÝN. Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.