Domusnova og Sölvi Sævarsson lgf, kynna í einkasölu: Vel skipulagða og töluvert endurnýjaða 5 herbergja endaíbúð með 4 svefnherbergjum við Hraunbæ 128 í Reykjavík. Gluggar á þrjár hliðar. Gluggar voru endurnýjaðir 2020 og þak nýlega yfirfarið og málað. Örstutt í verslun (Bónus) og aðra þjónustu, skóla og leikskóla. - Nýlegir gluggar og gler frá 2020. Þak viðgert og málað 2019.
- Nýleg eldhúsinnrétting með steinplötu frá 2021.
- Baðherbergi endurnýjað 2021
- Nýlegt harðparket, nýlegar innihurðar.
Eignin er alls 110,5 m² þar af er geymslan 5,3 m² skv. Þjóðskrá Íslands.
Fasteignamat 2026 er 70.050.000 kr. Byggingarár er 1967.Íbúðin skiptist í anddyri, stofu, eldhús, þvottahús innnan íbúðar, fjögur svefnherbergi, þrjú þeirra á herbergisgangi ásamt baðherbergi og eitt herbergi sem útbúið var eftir á við hlið stofu. Einnig er þvottahús í sameign ásamt þurrkherbergi og hjólageymslu. Íbúðin er merkt 03-03 á efstu hæð. Tvær hæðir upp frá anddyri.
Allar nánari upplýsingar veitir: Sölvi Sævarsson lgf í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is Nánari lýsing:Anddyri/ hol – Opið anddyri með fataskáp og flísum á gólfi. Einnig er laus skápur með rennihurðum í holi við hlið eldhúss.
Borðstofa/ hol - Gott borðstofurými í holi inn af anddyri með harðparketi á gólfi.
Eldhús – Nýleg eldhúsinnrétting úr dökkum melamin við og kvartssteinborðplötu. Undirlímdur svartur vaskur og niðurfellt helluborð í borðplötu. Tveir bakarofnar í góðri vinnuhæð, spanhelluborð og innbyggður ísskápur í innréttingu og pláss fyrir vínkæli í innréttingu. Eldhúsbarborð með steini á borði inn af eldhúsi við þvottahús. Dúkur og hitalögn í gólfi.
Þvottahús – Inn af eldhúsi með hillum á vegg, tengi fyrir þvottavél og þurkara.
Stofa – Gott opið og bjart stofurými með útgengi á suðursvalir. Harðparket á gólfi.
Herbergi – Við hlið stofu sem útbúið er eftir á. Herbergið er bjart með stórum glugga og harðparketi á gólfi.
Á hægri hönd inn af anddyri er herbergisgangur með góðu skáparými, þar eru tvö
barnaherbergi bæði án skápa með harðparketi á gólfi.
Hjónaherbergi – Rúmgott með góðu skápaplássi og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi – Er endurnýjað með gráum flísum á gólfi og veggjum og steini í kringum baðkar. Innrétting með góðu skápaplássi ásamt handklæðaskáp og vaskborðplötu úr kvartssteini, spegill ofan við innréttingu með lýsingu við. Baðkar með sturtuaðstöðu. Upphengt innbyggt salerni og handklæðaofn á baði. Gluggi á baði.
Gólfefni og innréttingar: Innihurðar eru yfirfelldar hvítar. Eldhúsinnrétting er frá Ikea með borðplötu úr kvartssteini. Gólfefni er harðparket á öllum rýmum að undaskildu baðherbergi þar sem eru flísar.
Sameign – Sér 5,3 fm geymsla á 1.hæð ásamt stóru rúmgóðu þvottahúsi með þurkaðstöðu í kjallara. Einnig er hjólageymsla í kjallara.
Sérmerkt bílastæði fylgir eigninni og hefur húsfélagið samið við Ísorku um að þjónusta rafhleðslukerfið fyrir stæðin en ekki hefur verið sett upp stöð fyrir þessa íbúð.
Hússjóður: Húsgjöld vegna íbúðarinnar eru nú kr. 35.042,- Þar af er kr. 5.540 greitt í framkvæmdasjóð.
Heildarstaða rekstrarsjóðs kr. 191.647,- Heildarstaða í framkvæmdasjóði kr. 727.792,-
Nánasta umhverfi: Stutt í skóla og leikskóla og Bónus og aðra þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is
– eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 67.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi