Domusnova fasteignasala og Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna:Í einkasölu Spóarima 9, reisulegt og vel staðsett einbýlishús á Selfossi.
Húsið er á einni hæð og bílskúr er sambyggður. Húsið er staðsett innst í botnlangagötu skammt frá Sunnulækjarskóla og leikskólanum Hulduheimum. Íbúðin er 189,5 fm. að stærð en bílskúr er 43,4 fm. og gestahús á verönd er 10,2 fm. samtals 243,1 fm. samkvæmt fasteignamati. Þessu til viðbótar er gróðurhús á verönd sem er ekki í skráðum fermetrum.
Húsið er timburhús með standandi klæðningu og stölluðu járni á valmaþaki. Byggingarár er 1996. Í Lóðin er gróin og frágengin. Stór verönd/sólpallar. og innkeyrsla hellulögð.
Innra skipulag.
Stór forstofa með náttúruflísum og fataskáp
Forstofuherbergi með parketi á gólfi og fataskáp
Gangur, fjögur herbergi og er eitt þeirra nýtt sem tómstundaherbergi. Parket er á gólfum og fataskápar í öllum herbergjum, nema tómstundarherbergi.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, hornbaðkar, falleg innrétting.
Eldhúsið er mjög rúmgott með stórri innréttingu, búr inn af eldhúsi. Parket á gólfum
Rúmgóð stofa og borðstofa með niðurlímdu kirsuberjaparketi. Útgengt á hellulagða verönd með skjólveggjum. Byggt yfir verönd að hluta með plexígleri.
Í heildina er um mjög vandaða og vel byggða eign að ræða með góðu innra skipulagi þar sem öll rými þ.m.t. herbergi er rúmgóð.
Flísalagt þvottahús með innréttingu. Innangengt í bílskúrinn. Lítið baðherbergi með sturtu inn af þvottahúsi
Rúmgóður bílskúr, útgengt á sólpall. Búið er að útbúa stúdíóíbúð í bílskúr, sem getur gefið leigutekjur.
Staðsetning er mjög góð, innst í botnlanga, stutt frá skóla og leikskóla.
Nánari upplýsingar veita:Sverrir Sigurjónsson löggiltur fasteignasali / s.662 4422 / sverrir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.