Miklaborg kynnir: Vel skipulögð 5 herbergja íbúð á 1. hæð með svölum við Hraunbæ 120. Fjögur svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús innan íbúðar og sérgeymsla. íbúðin er samtals 112,2 fm. Sérmerkt bílastæði á lóðinni. Nánari upplýsingar veitir Friðjón Örn Magnússon, löggiltur fasteignasali í síma 692-2704 eða fridjon@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Rúmgóðir fataskápar. Parket á gólfi.
Stofa / Borðstofa: Frá forstofu er gengið inn í stofu og borðstofu. Parket á gólfi.
Eldhús: Gengið til vinstri í átt að eldhúsi. Góð innrétting með miklu skápaplássi. Allt eldhúsið var endurnýjað árið 2014. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Fjögur svefnherbergi. Hjónaherbergi er innaf borðstofu. Útgengt út á svalir frá hjónaherbergi sem snýr í átt að inngarði. Góðir fataskápar. Barnaherbergin eru í hinum enda íbúðar. Í tveimur herbergjum eru fataskápar. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Baðinnrétting með skolvask og spegill fyrir ofan vask. Upphengt Wc og sturta. Dökkar flísar á gólfi og hvítar á veggjum. Baðherbergið var allt endurnýjað árið 2014.
Þvottahús: Er við hlið baðherbergis. Opnanlegt fag. Dökkar flísar á gólfi. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara og góðir fataskápar.
Árið 2014 voru skólplagnir endurnýjaðar og sama ár var dregið nýtt rafmagn í íbúðina. Baðherbergið, þvottahúsið og Eldhúsið endurnýjað allt og nýtt parket sett á alla íbúðina.
Sameign: Á jarðhæð er snyrtileg sameign. Geymslurými og stórt sameiginlegt þvottahús. Sérgeymsla íbúðar er staðsett undir stiga til móts við íbúðina. Það eru 87 merkt einkastæði og 25 gestastæði á bílastæðinu. Hleðslustöðvar tenglar lagðir fyrir 96 stæði. Bakgarðurinn er vel við haldinn með leiktækjum og í stöðugu viðhaldi.
Endurbætur við Hraunbæ 120 síðustu ár:
Nýjar skólplagnir 2014. Skipt um öll gler og opnanleg fög 2015. Skipt um þak við Hraunbæ 116-120 2020. Settar raflagnir og tenglar fyrir þvottavél og þurrkara fyrir hverja íbúð í sameignlegu þvottahúsi 2021. Einnig er til staðar tengill fyrir sameiginlega þvottavél. Stigagangur málaður og ný ljós sett 2021. Settir upp myndavéladyrasímar í allar íbúðir 2022. Gluggar og útveggur við Hraunbæ málaðir 2023 (Hraunbær 116-120). Gluggar á suðurhlið málaðir 2024 (Hraunbær 120). Nýr þrýstijafnari og heitavatnsgrind 2024.
Nánari upplýsingar veitir Friðjón Örn Magnússon, löggiltur fasteignasali í síma 692-2704 eða fridjon@miklaborg.is
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
25/03/2014 | 23.550.000 kr. | 24.900.000 kr. | 114 m2 | 218.421 kr. | Já |
25/10/2010 | 22.000.000 kr. | 20.000.000 kr. | 114 m2 | 175.438 kr. | Nei |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
110 | 93.9 | 79,9 | ||
110 | 86.2 | 74,9 | ||
110 | 137 | 79,9 | ||
110 | 121.8 | 78 | ||
110 | 96.4 | 73,9 |