LIND fasteignasala & Páll Konráð kynna í einkasölu: kynnir 5.herbergja mikið endurnýjaða íbúð á jarðhæð með útgengi út á svalir og þaðan út á sérafnotarétt við Hraunbæ 112 í Árbænum.
Eignin telur 4 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa, þvottahús, hol og geymsla.
Samkvæmt FMR er íbúðarhlutinn 114,4 m2 auk 7,4 m2 geymslu. Samtals 121,8 m2 .Frábær staðsetning í þessu vinsæla hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, eins og skóla, leikskóla, líkamsrækt, sundlaug, verslanir og náttúruparadísina Elliðaárdal.
FASTEIGNAMAT 2026 VERÐUR: 78.100.000.
Nánari upplýsingar gefur Páll Konráð, Löggiltur fasteignasali, S:820-9322, pall@fastlind.is
FRAMKVÆMDIR SEM HAFA VERIÐ GERÐAR SAMKVÆMT SELJANDA.
- Skipt um þak 2020.
- Lagt harðparket frá BIRGISSON á íbúðina 2020.
- Nýjar innihurðar úr BIRGISSON, 2020.
- Endurnýjað baðherbergi 2020, 60x60 flísar á gólfi og veggjum frá BIRGISSON.
- Endurnýjað eldhús 2018.
Nánari lýsing.
Forstofa með harðparketi á gólfi.
Hol með fataskáp með rennihurðum, harðparket á gólfi.
Svefnherbergi með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Eldhúsið er endurnýjað með fallegri hvítri innréttingu með fiber plötum á milli skápa og ljúflokunum á skúffum, Gorenja keramik helluborð með viftu yfir og Gorenja ofn í vinnuhæð. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur .Rúmgóður borðkrókur.
Þvottahús er innaf eldhúsi með flísalögðu gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, opnanlegur gluggi.
Stofa með harðparketi á gólfi og útgengi út á hellulagðar svalir, og þaðan út á sérafnotarétt með grasflöt og aflokuðum garði.
Svefnherbergisgangur með harðparketi á gólfi.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með harðparketi á gólfi og góðum fataskápum.
Barnaherbergi með harðparketi á gólfi og góðum fataskáp.
Barnaherbergi með harðparketi á gólfi og nýlegum fataskáp.
Baðherbergi með nýlegri hvítri innréttingu með skúffum, og hringspegli fyrir ofan með fallegri lýsingu og stórum vaski. 60x60 flísar á gólfi og veggjum. upphengt salerni, Baðkar með sturtuaðstöðu og handklæðaofn.
Geymsla er í sameign.
Falleg og nýuppgerð 5 herbergja íbúð á jarðhæð við Hraunbæ 112 sem er sérlega vel staðsett hverfi í miðpunkti höfuðborgarsvæðisins þar sem stutt er í stofnbrautir og örstutt í fjölbreytta verslun og þjónustu. Þá stutt er í leik og grunnskóla, íþróttaaðstöðu og heilsugæslu.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Páll Konráð, löggiltur fasteignasali, sími 820-9322, pall@fastlind.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá