LIND fasteignasala kynnir fallega og mikið endurnýjaða tveggja herbergja 85,4 fm íbúð á neðstu hæð í þríbýli við Arnarhraun 9 á eftirsóttum stað í Hafnafirði.
Eignin er laus til afhendingar fljótlega eftir kaupsamning.
Eignin skiptist í: Forstofu, eldhús, sjónvarpshol, borðstofu/stofu, svefnherbergi, geymslu og baðherbergi.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flotað gólf, lítil geymsla.
Eldhús: Svört innrétting með miklu skápaplássi og nýlegri borðplötu, nýleg eldhústæki, innbyggð uppþvottavél, spanhelluborð, svartur vaskur.
Stofa/borðstofa: Björt og opin, parket á gólfi.
Baðherbergi: Flotað gólf, gólfhiti, hvít innrétting, sturta með gleri og nýleg tæki, þ.e. upphengt salerni, vaskur og blöndunartæki.
Svefnherbergi: Einstaklega rúmgott, parket á gólfi.
Geymsla: 6,3 fm að stærð, nú nýtt sem fataherbergi.
Þvottahús: Í sameign, en er í dag einungis nýtt af þessari íbúð.
Garður: Rúmgóður og snyrtilegur.
Samkvæmt fyrri eiganda var húsið múrað og grunnað 2020, skólplagnir fóðraðar að innan 2020-2021, neysluvatnslögnum skipt út og nýjar utanáliggjandi ofnalagnir settar, þakkantur tekinn í gegn, nýjar rennur og ný þakklæðning sett 2022, raflagnaefni og rafmagnsvírum skipt út og húsið málað að utan 2023.
Allar upplýsingar um eignina veitir Tara Sif Birgisdóttir í síma 847 8584 / tara@fastlind.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.