Íbúðaeignir kynna til sölu:
*** Lúxus fasteign í hjarta Reykjavíkur með iðandi mannlíf allt um kring ***Tryggvagata 23 er nýlegt hús í hjarta miðbæjarins. Íbúðin eru frábærlega staðsett í nálægð við menningu, sögu, verslun og þjónustu. Allar innréttingar og tæki eru sérvaldar af innanhúsarkitekt til að mynda eina stílhreina heild og eru öll tæki og tæknibúnaður fyrsta flokks. Allt ytra efnisval bygginganna er í hæsta gæðaflokki sem og allur lóðarfrágangur.
Hafnartorg / Tryggvagata 23, íbúð 02-01 er 3ja herbergja 85 fm með þakverönd.Eignin skiptist í: Anddyri, gang, 2 svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, 2 baðherbergi og þvottahús.
Samkvæmt skráningu í Fasteignaskrá HMS er birt flatarmál eignarinnar 85fm. þar af geymsla 11fm.
Íbúðin er með innbyggðum ísskáp, uppþvottavél og vínkæli, með parketi á gólfum fyrir utan flísar í votrýmum.Forstofa með góðu skápaplássi. Fataskáparnir eru sprautulakkaðir með innvols frá Innval af vandaðri gerð. Inngangshurð er svargrá með viðaráferð frá Huet.
Eldhúsið er með glæsilegri innréttingu frá Noblessa. Borðplata og klæðning er úr Meganite Carrara efni og með eldhúsvask sem felldur er í borðplötuna úr sama efni. Öll eldhústæki eru af vönduðustu gerð frá Siemens. Lýsing er undir efri skápum og ljúflokun á skúffum og skápum. Innbyggður ísskápur, uppþvottavél og vínkælir fylgir.
Stofan er í alrými með eldhúsi með útgengi á svalir og 55m þakgarð með miklum möguleikum.
Þvottahús með vandaðri innréttingu frá Noblessa. Á gólfi eru flísar frá Iris Stone. Skolvaskur fylgir.
Baðherbergi er flísalagt með flísum frá Iris stone á bæði gólf og veggi. Falleg innrétting frá Noblessa. Meganite borðplata með innbyggðum vaski úr sama efni. Upphengt salerni með innbyggðum vatnskassa og falleg sturta með blöndunartækjum frá Vola.
Hjónaherbergið er með góðum fataskápum sem eru sprautulakkaðir með innvols frá Innval af vandaðri gerð. Baðherbergi er innaf hjónaherbergi með innréttingu frá Noblessa. Upphengtu salerni og sturtu.
Svefnherbergið er með sprautulökkuðum fataskáp með innvols frá Innval af vandaðri gerð.
Einstakt hús í hjarta borgarinnar.Hafnartorg skartar 70 hágæða íbúðum, allt frá stílhreinum tveggja herbergja íbúðum upp í stórglæsilegar þakíbúðir með einstöku útsýni. Allar innréttingar og tæki eru sérvaldar af innanhúsarkitekt til að mynda eina stílhreina heild og eru öll tæki og tæknibúnaður fyrsta flokks. Allt ytra efnisval bygginganna er í hæsta gæðaflokki sem og allur lóðarfrágangur. Undir húsunum er stærsti bílakjallari landsins sem nær allt til Hörpunnar. Íbúðin er frábærlega staðsett í nálægð við menningu, sögu, verslun og þjónustu. Lúxus fasteign í hjarta Reykjavíkur með iðandi mannlíf allt um kring.
Innihurðar eru sprautulakkaðar mattar í sama lit og veggir, framleiddar hjá HBH smíðaverkstæði.
Rafkerfi útihurðir eru raflæstar og tengdar heildstæðu aðgangsstýrikerfi. E-Net ljósastýrikerfi frá GIRA er í öllum íbúðum sem býður upp á notkun smáforrits (app) í snjalltækjum til að stýra ljósum.
Hita og loftræstikerfi pípulagnakerfi hússins (innan íbúða) er leitt í gegnum lóðrétta lagnastokka. Ofnalagnir eru innsteyptar rör-í-rör og ofnar eru með vönduðum ofnlokum frá Danfoss
Bílakjallari:Í bílakjallaranum, sem verður opinn allan sólarhringinn alla daga ársins, verður sólarhringsvöktun og öryggisgæsla. Mikið var lagt upp úr frágangi hvað varðar lýsingu, merkingar og að auki er fullkomið leiðsagnarkerfi til að auðvelda að finna stæði eða fá leiðbeiningar um hvar bílar eru staðsettir og hvernig eigi að komast að og frá þeim stað sem eigandi bíls er staddur í byggingunum. Íbúum hússins gefst kostur á að gera langtímasamning um leigu á bílastæði.
Byggingaraðili:Frá árinu 1998 hefur ÞG Verk byggt fjölda heimila fyrir ánægðar fjölskyldur. Áreiðanleiki, gæði og notagildi eru einkunnarorð fyrirtækisins. Meginmarkmið ÞG Íbúða ehf er að skila góðu verki og eiga traust og áreiðanleg samskipti við viðskiptavini.
Hönnuðir:Arkitektar hússins eru PKdM arkitektar. Stofan sem var stofnuð af Pálmari Kristmundssyni arkitekt hefur unnið til fjölda verðlauna hér heima og erlendis fyrir framúrskarandi hönnun.
Guðbjörg Magnúsdóttir, sem er meðal þekktustu innanhússhönnuða landsins, hannaði og sá um efnisval inn í allar íbúðir á 2-5 hæð húsanna.
Allar upplýsingar um eignina veitir:
Halldór Már Sverrisson, löggiltur fasteignasali / B.Sc. í viðskiptafræði í síma 898 5599 eða halldor@ibudaeignir.is
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Því skorar Íbúðaeignir fasteignasala á alla væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign og greiðist við kaupasamning:-Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða og eignarhluti er 30% eða hærri.
-Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
-Umsýslugjald fasteignasölu skv. gjaldskrá.
-Lántökugjald vegna veðlána, sjá nánar á vefsíðu viðeigandi stofnunar.