** Opið hús mánudaginn 12. maí frá kl. 16:30 til 17:00 - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 **Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög falleg og mikið endurnýjuð 200,0 m2, neðri sérhæð í tvíbýlishúsi með sér inngangi við Dvergholt 6 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 200,0 m2, þar af 162,9 m2 og geymsla 37,1 m2. Að auki eru óskráðir fermetrar en stækkað var á milli íbúðar og geymslu. Eignin skiptist í forstofu, sjónvarpshol, 3 svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, eldhús, stofu/borðstofu, þvottahús og geymslur.
Mjög stór timburverönd með heitum potti.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu svo sem skóla, leikskóla, íþróttamannvirki, sundlaug og verslun.Skv. upplýsingum frá seljanda var farið í eftirfarandi endurbætur á árunum 2016-2017:Skipt var um allt gólfefni, innihurðir, innréttingar og baðherbergi endurnýjuð. Skipt um skólplagnir og settur brunnur með dælu til að koma skólpi frá húsinu. Skipt um ofnalagnir og þær fræstar í gólf. Skipt um neysluvatns lagnir og inntaksgrind fyrir vatn. Skipt rafmagnstöflu.Smelltu hér til að fá söluyfirlit sentNánari lýsing:Forstofa: Er með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Gangur er með harðparketi á gólfi.
Sjónvarpshol er með parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 1 (Hjónaherbergi) er rúmgott með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 2 er mjög rúmgott með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi nr 3 er mjög rúmgott með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt, með 'walk in' sturtu, vegghengdu salerni, handklæðaofn og innréttingu með skolvaskvask.
Gestasnyrting er með vegghengdu salerni og innréttingu, harðparket á gólfi.
Eldhús, stofa og
borðstofa: Er í rúmgóðu opnu rými með harðparketi á gólfi. Í eldhúsi er falleg innrétting með eyju. Í innréttingu eru tveir innbyggðir kæli- og frystiskápar, innbyggð uppþvottavél, örbylgjuofn, tveir blástursofn og spanhelluborð. Úr stofu er gengið út á timburverönd með heitum potti.
Þvottahús er með flísum á gólfi og innréttingu. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Innaf þvottahúsi er bæði geymsla og svo minni geymsla.
Geymsla er með steyptu gólfi. Er skráð 37,1 m2. Úr geymslu er útengt út í bakgarð.
Verð kr. 117.000.000.-