** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Glæsilegt einbýlishús með tvöföldum bílskúr á fallegri útsýnis og eignarlóð við Leirvogstungu 27 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 201,8 m2 en þar af íbúð 157,3 m2 og bílskúr 44,3 m2. Eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, sjónvarpsrými, samliggjandi eldhús, borðstofa og stofa, þvottahús, forstofa, stóran bílskúr. Um er að ræða hús með mikla möguleika og einstöku útsýni. Eignin stendur á um 1.600 m2 eignarlóð, með um 225 m2 bílaplani. Bílskúr er mjög rúmgóður og með gluggum sem býður upp á ýmsa möguleika.
Skv. seljanda var farið í eftirfarandi framkvæmdir á árunum 2021-2022:
Lagnir: Endurnýjaðar að mestu. Lagðar nýjar lagnir í alrými allt að eldhúsi, þvottahúsi og minna baðherbergi, settur upp varmaskiptir, nýjar síur, nýtt stýrikerfi fyrir gólfhita. Gert ráð fyrir gasskút utanhúss. Lagnir fyrir það til staðar.
Rafmagn: Rafmagn dregið í nýtt að hluta, skipt um alla rofa og tengla. Efni frá S Helgasyni. Nettengingu bætt við í öll svefnherbergi og stofu.
Gólf: Öll gólf flotuð nema á stærra baðherbergi. Bílskúr, epoxy lagt á gólf.
Gler: Að sögn fyrri eigenda var skipt um gler í öllum gluggum árið 2021.
Annað: Veggur í eldhúsi tekinn niður og opnað inn í stofu. Búr og þvottahús sameinað í þvottahús/baðherbergi með nýju salerni og sturtu. Gestasalerni í forstofu fjarlægt og útbúið 'walk in' fataherbergi.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.Nánari lýsing:Forstofa er með flotuðu gólfi. Innaf forstofu er fataherbergi.
Stofa/borðstofa er í opnu björtu rými með aukinni lofthæð, stórum gluggum með einstöku útsýni og flotuðu gólfi.
Eldhús er með hvítri innréttingu frá Alno. Flotuð borðplata með epoxy yfirborði. Nýleg Siemens tæki, innbyggð uppþvottavél, sorpkvörn í vaski. Nýlegur vaskur og blöndunartæki með útdraganlegum barka.
Þvottahús/baðherbergi er með innréttingu, vegghengdu salerni, sturta með innbyggðum blöndunartækjum, handklæðaofn. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Úr þvottahúsi er gengið út í garð. Epoxy á gólfi að hluta til en flotað gólf að öðru leiti. Yfir rýminu er gott geymslu loft.
Sjónvarpsrými er með flotuðu gólfi og stórum glugga. Úr sjónvarpsrými að aðgengi að geymslulofti sem liggur yfir herbergis álmu en er að mestu notað undir lagnir.
Svefnherbergi nr. 1 (Hjónaherbergi) er rúmgott og bjart, flotuð gólf. Fataslá með kommóðum undir.
Svefnherbergi nr. 2 er með flotuðu gólfi og fataskápum.
Svefnherbergi nr. 3 er með flotuðu gólfi.
Svefnherbergi nr. 4 er með flotuðu gólfi.
Baðherbergi nr. 2 er með flísum á gólfi og veggjum að hluta. Innrétting, hornbaðkar, 'walk in' sturta, handklæðaofn, upphengt salerni. Hiti í gólfi.
Bílskúr: Rúmgóður 44,5 m2 með gluggum á tvo vegu, hurð ásamt tveimur innkeyrsluhurðum, nýlegt epoxy á gólfi, heitt og kalt vatn.
Lóðin er um 1.600 m2. Stórt bílaplan sem rúmar vel 8 bíla. Hitalögn í plani að hluta, á gönguleiðum. Góður geymslykofi er í garðinum með rafmagni.
Verð kr. 154.900.000,-