Um er að ræða bjarta og snyrtilega 113,3 fm 2ja herbergja íbúð á þriðju hæð í snyrtilegu fjölbýli ásamt bílskúr. Íbúðin er 94,5 fm og bílskúrinn er 18,8 fm. Nýlega hefur verið skipt um glugga í yfirbyggðum svölum sem snúa til suðurs. Einnig hefur verið skipt um pappa og járn í þaki. Frábært útsýni er úr íbúðinni til norðurs og vesturs, allt frá Skálafelli og yfir að Bessastöðum.Eignin skiptist í: Anddyri, baðherbergi, eldhús, stofa, borðstofa, sólstofa, svefnherbergi, þvottahús, geymsla og bílskúr.
Nánari upplýsingar gefur Halldór Freyr, Löggiltur fasteignasali, S:693-2916, halldor@fastgardur.is Forstofa er með flísum á gólfi og fatahengi.
Eldhús er með flísum á gólfi og hvítri fallegri innréttingu með tengi fyrir uppþvottavél og lítið þvottahús/búr/geymsla þar inn af. Eldhúsið er opið að hluta inn að yfirbyggðu svölunum.
Svefnherbergi með góðum fataskápum og fallegu útsýni til norð-vesturs.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi og baðkari með sturtuaðstöðu.
Stofa og borðstofa er mjög bjart rými með glæsilegu útsýni til norð-vesturs. Möguleiki væri að skipta upp stofunni og bæta þar við auka herbergi
Svalir eru yfirbyggðar og alveg lokaðar en með opnanlegum fögum. Skipt var um glugga í sumar á svölunum.
Bílskúr er á 1.hæð og er um endaskúr að ræða. Bílskúrinn er 18,8 fm og með bílskúrshurða opnara og einnig heitu og köldu vatni.
Góð
sérgeymsla er í kjallara ásamt hjóla- og vagnageymslu. Að auki er sameiginlegt þvottahús í kjallara.
Húsið að utan, er klætt með áli og því viðhaldslítið.
Lóðin er fullfrágengin með fjölda malbikaðra bílastæða á framlóð og stórri tyrfðri flöt og leikvelli á baklóð.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð miðsvæðis í Garðabæ þaðan sem stutt er í Hofstaðaskóla, Fjölbrautarskólann í Garðabæ, Flataskóla, Garðaskóla, leikskóla, íþróttasvæði Stjörnunnar, Sundlaug Garðabæjar, verslanir og þjónustu.