OPIÐ HÚS - GRÝTUBAKKI 12 - ÞRIÐJUDAGINN 18. MARS - FRÁ KL. 17.30 - 18.00
Eggert löggiltur fasteignasali verður á staðnum.
STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Frábært kauptækifæri fyrir þá sem vilja hafa aukatekjur af eigninni sinni ásamt því að búa í hluta hennar. Um er að ræða bjarta 91,3 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð. Upprunalega er íbúðin 3ja herbergja en skipulagi íbúðarinnar hefur verið breytt að hluta. Húsið var múrviðgert og málað 2022 og skipt um gler og glugga 2024. Í íbúðinni hefur eldhús verið endurnýjað ásamt hluta af baðherbergi.
Stutt er í alla helstu þjónustu eins og leik- og grunnskóla, verslun, líkamsrækt, bókasafn og marga aðra þjónustu. Mjóddin er í stuttu göngufæri.
Íbúðin er 84,2 fm (merkt 06-0303) og geymslan er 7,1 fm (merkt 06-0008) og samtals er eignin skráð 91,3 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.isForstofa/hol er með parketi á gólfi, skápum og lítilli eldhúsinnréttingu fyrir leigutaka á herbergjum.
Stofa er með parketi á gólfi og þaðan er útgengt á suðursvalir. Búið er að útbúa snyrtilegt eldhús stofunni.
Eldhús er með parketi á gólfi og hvít innrétting og háfur.
Svefnherbergin eru þrjú og og eru með parketi á gólfi og skápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, opin sturta, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, wc og skúffur undir vask.
Þvottahús á baðherbergi svo er sameiginlegt í kjallara fyrir allt húsið.
Geymsla í sameign í kjallara.
Hjóla og vagnageymsla í sameign.