Domusnova fasteignasala og Sölvi Sævarsson lgf, kynna: Einstaklega vel skipulagt raðhús með 5 svefnherbergjum á góðum útsýnisstað við Úfarsbraut 52 nálægt Úlfarsárdal. Húsið er á tveimur hæðum með fallegu útsýni í austur og suður. Innkeyrsla er hellulögð með snjóbræðslukerfi. Næg bílastæði fyrir framan hús í Innkeyrslu og gengt húsinu.
Eignin er í heild skráð 182,4 m² skv. Þjóðskrá Hms, þar af er bílskúr 26,0 m².
Fasteignamat ársins 2026 er kr. 141.050.000 kr.Aðkoma er að neðri hæð húsins: þar er anddyri, snyrting, bílskúr, eldhús og gott stofurými með hurð út á stóran sólpall með skjólveggjum kringum allann pallinn.
Á efri hæð hússins er gott sjónvarpshol, fjögur barnaherbergi, hjónaherbergi, fataherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Allar nánari uppl. veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is Nánari lýsing.Neðri hæð -Forstofa/ anddyri: Fataskápur með rennihurðum og flísar á gólfi. Innangengt er úr anddyri í bílskúr.
Snyrting: Snyrting inn af anddyri með hvítri innréttingu, upphengt salerni, sturtklefi og flísar á gólfi.
Eldhús: Snyrtileg hvít eldhúsinnrétting frá Fríform með eyju þar sem er gott vinnupláss. Rými fyrir tvöfaldan ísskáp, ofn og örbygjuofn og uppþvottavél sem getur mögulega fylgt með. Gler á milli efri og neðri skápa á vegg.
Stofa/ borðstofa: Innfelld lýsing í loftum. Stórir bjartir gluggar og hurð út á stóran sólpall . Fallegt útsýni úr stofu í suðaustur. Parket á gólfi.
Steyptur parketlagður stigi upp á efri hæð hússins með fallegu járnhandriði og innfelldri lýsingu í vegg við stigaþrep.Efri hæð -Sjónvarpshol/ gangur: Komið er upp í sjónvarpshol sem er nýtt í dag sem hol. Góð lofthæð er í holi og gangi með innfelldri led lýsingu. Parket á gólfi.
Barnaherbergi (1): Ágætlega rúmgott með mikilli lofthæð. þiljur í lofti með innfelldri lýsingu og parket á gólfi.
Barnaherbergi (2): Ágætlega rúmgott með mikilli lofthæð, þiljur í lofti með innfelldri lýsingu. Hurð út á suðaustursvalir með fallegu útsýni og parket á gólfi.
Barnaherbergi (3): Mikil lofthæð, þiljur í lofti með innfelldri lýsingu og parket á gólfi.
Baðherbergi: Með flísum í hólf og gólf, Baðkar með sturtuaðstöðu, Hvít innrétting, upphengt innfellt salerni.
Þvottahús: Með ágætri innréttingu. Rýmifyrir þvottavél og þurrkara.
Barnaherbergi (4): Þiljur í lofti með innfelldri lýsingu. Fataskápur innfelldur í vegg án hurða og parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Ágætlega rúmgott með rými fyrir fatskáp, Þiljur í lofti með innfelldri lýsingu og parket á gólfi.
Fataherbergi - Er staðsett gengt baðherbergi á herbergisgangi með fataskápum án hurða. Parket á gólfi.
I
nnréttingar og gólfefni: Eldhúsinnrétting er frá Fríform innréttingum. Innihurðar eru hvítar yfirfelldar.
Harðparket á stofu- eldhúsrými og herbergjum. Flisar á votrýmum og anddyri.
Bílskúr: Innangengt er í 26 fm bílskúr sem er með epoxy á gólfi. Geymsla innst í bílskúr undir stiga upp á efri hæð. Bílskúrshurð er álfellihurð án rafmagnsopnara.
Gott loftræstikerfi er í húsinu með hraðastýringu og mótor á þaki.
Nánasta umhverfi:Staðsetning eignarinnar er á góðum stað við Úlfarsárdalinn. Stutt í leikskóla og skóla. Úlfasrfell í næsta nágrenni og góðar hjóla- og gönguleiðir við hendina.
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is
– eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 79.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.