STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Sjarmerandi bjarta og vel skipulagða 57,9 fm. 3ja herbergja risíbúð við Mávahlíð 21, 105 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 03-01, fastanúmer 203-0146 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Skv Þjóðskrá Íslands er íbúðin skráð 57,9 fm.
Ath. Eignin er talsvert stærri að gólffleti þar sem hún er töluvert undir súð.
*Smelltu hér til að sækja söluyfirlit* - Örstutt í iðandi mannlíf miðborgarinnar.
- Snyrtilegt hús í góðu viðhaldi.
- Góðir skólar og leikskólar í hverfinu.
- Stutt er í alla helstu þjónustu.
- Eign sem vert er að skoða.
Pantið tíma fyrir skoðun, nánari upplýsingar veitir: Benedikt Ólafsson, Löggiltur fasteignasali, félagi í Félagi Fasteignasala, í síma 661-7788, netfang bo@stofnfasteignasala.is*Smelltu hér til að skoða myndband um eigninah*Sýningu á eigninni annast Benediklt Ólafsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.661-7788 eða með tölvupósti: bo@stofnfasteignasala.is. Nánari lýsing.Íbúðin er með sameiginlegum inngangi með íbúð á 2. hæð og er teppalagður stigi upp á á stigapall fyrir framan íbúðina.
Andyri/ hol: komið er inn í hol með flísar á gólfi.
Stofa/ borðstofa: Rúmgóð og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi.
Eldhús: Snyrtileg innrétting með ágætis vinnuplássi, flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Ágætis herbergi með fataskápum, parket á gólfi og fallegum kvistglugga.
Svefnherbergi: Parket á gólfi og fallegum kvistglugga. Svefnherbergin bæði með geymslurými undir súð.
Baðherbergi: Dúkur á gólfi, lítil innrétting og baðkar, gluggi.
Kjallari: er sameigilegt þvottahús.
Garður: er sameiginleg lóð.
Frábær staðsetning í hjarta höfuðborgarinnar. Örstutt í iðandi mannlíf miðborgarinnar en þó hæfilega langt frá skarkala þess.
Í göngufæri eru: Miðbærinn, Klambratún, Öskjuhlíð, Kringlan, MH, Versló, HR og Háskóli Íslands. Góðir skólar og leikskólar í hverfinu. Viðhald á húsi:
Að sögn seljanda hafa eftirfarandi endurbætur verið gerðar síðast liðnum.Hús er nýlega endursteinað að utan á suður og vesturhlið hússins Mávahlíð 19-21 og gluggar og gler endurnýjaðir ásamt svölum. ( gluggar og gler í stigagangi nr. 21 og sameign í kjallara 21 ekki endurnýjaðir)
Járn á þaki endurbætur standa yfir og styttist í verklok ( greiðist af seljanda). Skolplögn undir húsi 21 endurnýjuð 2003, frá brunni í garði út í götu 2013.
Drenlögn meðfram húsi nr. 21 endurnýjuð 2021 Útitröppur við aðal inngang viðgerðar 2021. Lagnakerfi Mávahlíð 19-21 eru aðskilin.
Ert þú að fara selja og vantar þig trausta og metnaðarfulla fasteignasala með reynslu og þinn hag í fyrirrúmi? Þá er okkar heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn og þinna! Vantar allar tegundir fasteigna á skrá vegna aukinnar sölu!
" Við höfum Heilindi - Dugnað - Árangur að leiðarljósi".Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.