Einstaklega fallegt, vel skipulagt og vel viðhaldið endaraðhús með bílskúr við Brekkubyggð 40 í Garðabæ. Húsið var mikið endurnýjað að innan árið 2006/2007 með sérsmíðuðum innréttingum, hurðum, loft tekin niður og sett innbyggð lýsing og öll gólfefni endurnýjuð. Sólrík og skjólgóð viðarverönd í bakgarði. Þak var endurnýjað 2019 og hitaþráður settur í þakrennur 2022. Húsið var tekið í gegn að utan pússað og málað árið 2018. Bílaplan með munstursteypu og snjóbræðslu sem einnig er í útdyratröppum var lagt árið 2019. Næg bílastæði á framlóð hússins. EIGNIN ER EKKI SÝND FYRIR OPIÐ HÚS.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 173,1fm. og þar af er bílskúr 30,2fm.
Fasteignamat fyrir árið 2026 verður 137.350.000kr.
Eignin skiptist í dag í forstofu, stofu, sjónvarpsrými, eldhús, svefnherbergisgang, hjónaherbergi, 2 barnaherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og bílskúr. Einu herbergi var breytt í sjónvarpsstofu og því hægt að bæta aftur við öðru svefnherbergi.
Nánari lýsing:
Forstofa rúmgóð með mjög góðu skápaplássi, rennihurð og flísar á gólfi með gólfhita.
Stofa og borðstofa rúmgóðar og bjartar með parketi. Útgengt er út í garð úr borðstofunni.
Eldhús með fallegri innréttingu, innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél, ofn í vinnuhæð, eyja með helluborði og mjög góðu borð- og skápaplássi, innfelldur vaskur, borðplötur úr stein og parket á gólfi. Einstaklega fallegt útsýni er úr eldhúsinu.
Þvottahús er inn af eldhúsi, rúmgott með glugga, vaskur og flísar á gólfi.
Sjónvarpsstofa með léttum vegg, sérsmíðuð innrétting og hillur og parketi á gólfi. Áður var rýmið herbergi og því hægt að bæta við herbergi.
Svefnherbergisgangur með innbyggðum skáp og parket á gólfi.
Hjónaherbergi með mjög góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Svefnherbergi II með innbyggðum skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi III með parket á gólfi. Innangengt er í bílskúrinn úr herberginu.
Baðherbergi með baðkari, sturtuklefa, opnanlegum glugga, snyrtilegri innréttingu, handklæðaofn, gólfhiti og flísalagt í hólf og gólf.
Bílskúr með bílskúrshurð og hurð með góðri lofthæð, milliloft og gluggum. Bílaplan fyrir framan hús með munstursteypu, ruslatunnuskýli og næg bílastæði.
Lóðin við húsið er í mjög góðri rækt með skjólgóðum sólpalli og fallegum gróðri.
Einstaklega vönduð eign sem hefur fengið mjög gott viðhald og endurnýjun í gegnum árin.
Staðsetning eignarinnar er afar góð með fallegu útsýni á eftirsóknaverðum stað við Brekkubyggð í Garðabæ þaðan sem stutt er í grunnskóla, leikskóla, fjölbrautarskóla, íþróttasvæði auk verslunar, þjónustu og veitingastaði. Fallegar hjóla- og gönguleiðir í næsta nágrenni.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8995949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is