Föstudagur 9. maí
Fasteignaleitin
Skráð 8. maí 2025
Deila eign
Deila

Tjarnabraut 30

EinbýlishúsSuðurnes/Reykjanesbær/Njarðvík-260
168.9 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
124.900.000 kr.
Fermetraverð
739.491 kr./m2
Fasteignamat
80.350.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Páll Þorbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2519817
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
upprunalegt
Raflagnir
upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
upprunalegt
Þak
upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
ALLT fasteignasala sími 560-5500 kynnir einbýlishúsin við Tjarnabraut 28 - 30 og 34. Virkilega vönduð ný staðsteypt einbýlishús sem skilast full gerð, byggingaraðili Sparri ehf.

Bókið söluskoðun samdægurs eða eftir ykkar óskum.

Allar upplýsingar má finna inni á www.allt.is

Með því að smella á hlekkinn hér að getur þú nálgast skilalýsingu og teikningar eignarinnar.

Netfang allt@allt.is & síma 560-5500 eða koma í kaffispjall til okkar að Hafnargötu 91


Um er að ræða 168,9 fm  einbýlishús með bílskúr á góðum stað í Njarðvík. Eignin er staðsteypt, útveggir eru einangraðir að utan með steinull og klæddir með stallaðri álklæðningu.
Íbúðarrými er 146,0 fm ásamt innbýgðum bílskúr 22,90 fm.

*** Nýbygging
*** Vandaður verktaki
*** Skilast fullfrágengið að innan og utan ásamt lóðarfrágangi
*** Fjögur svefnherbergi
*** Tvö baðherbergi með sturtum
*** Sólpallur og pottur
*** Hjónaherbergi ásamt fataherbergi


Eignin skiptist í anddyri, fjögur svefnherbergi, fataherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, þvottahús og bílskúr.

Nánari lýsing:
Andyri flísalagt með góðum fataskáp.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu björtu rými, parket á gólfi, úr stofunni er útgengi út á verönd.
Innrétting í eldhúsi er frá HTH, og heimilistæki frá AEG, þar er innbyggt helluborð, háfur, ofn og uppþvottavél.
Svefnherbergin eru fjögur talsins, öll parketlögð, Hjónaherbergi er rúmgott, þar er fataherbergi.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi, sturtu með sturtuskilrúmi úr gleri á eina hlið, upphengt salerni og góða innréttingu.
Gestabaðherbergi hefur flísar á gólfi, sturtu, upphengt salerni, innrétting og LED spegil.
Þvottahús hefur flísar á gólfi, góð innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Bílskur hefur Epoxy-gólf og bílskúrshurð með rafmagnsopnun. Rafmagns-ídráttarrör fyrir rafbílahleðslu er við hlið bílskúrshurðar.
 
Byggingarlýsing:
Eignin er staðsteypt á hefðbundinn hátt. Útveggir eru einangraðir að utan með steinull og klæddir með stallaðri álklæðningu sem fest er á ál-undirkerfi. Gluggar og útihurðir eru úr timbri/áli, dökkgráir að utan og hvítir að innan. Opnanleg fög eru útbúin viðurkenndum stormjárnum fyrir örugga rýmingu um björgunarop. Allir gluggar eru með tvöföldu einangrunargleri. Þak er uppbyggt með tveimur lögum af bræddum þakpappa, takkadúk þar yfir, tvöfaldri 10 cm einangrun, jarðvegsdúk og að lokum fargi (t.d. möl eða sambærilegt steinefni). Öll niðurföll frá þaki eru tengd við fráveitukerfi bæjarins. Sökklar og botnplata eru úr staðsteyptri, járnbentri steinsteypu. Undir botnplötu er plasteinangrun og utan á sökkla er steinullareinangrun.

Í loftum er innfelld LED lýsing. Eignin er með tengjum fyrir tölvu og síma ásamt hitastilli í hverju rými fyrir gólfhitakerfi. Eignin er með loftskiptikerfi með varmaendurvinnslu frá FIT Agix sem samkvæmt framleiðanda tryggir allt að 40% orkusparnað. Útveggir eru pússaðir eða slípaðir, sandsparslaðir, grunnaðir og málaðir með tveimur yfirferðum af plastmálningu (gljástig 7% eða sambærilegt). Léttir innveggir eru hlaðnir úr léttstein, sandsparslaðir, grunnaðir og málaðir með tveimur yfirferðum af plastmálningu (gljástig 7% eða sambærilegt). Loft eru sandspörsluð, grunnað og máluð með tveimur yfirferðum af plastmálningu (gljástig 2 eða sambærilegt). Loft og veggir í votrýmum (baðherbergi og þvottahús) eru máluð með viðurkenndri votrýmismálningu.

Lóð og aðkoma:
Innkeyrsla verður steypt með snjóbræðslukerfi. Rafmagns-ídráttarrör fyrir rafbílahleðslu er við hlið bílskúrshurðar. Lóð verður tyrfð. Sólpallur verður timburklæddur, um 60 fm að stærð. Heitur pottur verður uppsettur og fullbúinn til notkunar. Sorpskýli verður steypt og staðsett innan lóðarmarka.
 
Eignin skilast fullbúin á byggingarstigi 4, matsstigi 7.


Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.

ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
22.9 m2
Fasteignanúmer
2519817
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
5 - Tilbúin til innréttingar

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Tjarnabraut 34
Bílskúr
Skoða eignina Tjarnabraut 34
Tjarnabraut 34
260 Reykjanesbær
168.9 m2
Einbýlishús
514
739 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Skoða eignina Tjarnabraut 30
Bílskúr
Skoða eignina Tjarnabraut 30
Tjarnabraut 30
260 Reykjanesbær
168.9 m2
Einbýlishús
514
739 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Skoða eignina Tjarnabraut 28
Bílskúr
Skoða eignina Tjarnabraut 28
Tjarnabraut 28
260 Reykjanesbær
168.9 m2
Einbýlishús
514
739 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Skoða eignina Lágseyla 10
Bílskúr
Skoða eignina Lágseyla 10
Lágseyla 10
260 Reykjanesbær
176.2 m2
Einbýlishús
625
692 þ.kr./m2
121.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin