Fimmtudagur 21. nóvember
Fasteignaleitin
Skráð 3. apríl 2024
Deila eign
Deila

Hrafnabjörg 5

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
284.9 m2
8 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
149.900.000 kr.
Fermetraverð
526.150 kr./m2
Fasteignamat
115.500.000 kr.
Brunabótamat
136.650.000 kr.
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
Byggt 1984
Garður
Bílskúr
Útsýni
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2147703
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Talið í lagi
Raflagnir
Búið er að endurnýja tengla og efni í töflu
Frárennslislagnir
Talið í lagi
Gluggar / Gler
Búið er að endurnýja um helming af gleri
Þak
Endurnýjað árið 2021
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Steyptar svalir, gengið út á þær úr hjónaherbergi
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita, gólfhiti í hluta
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Útfelling er í vegg milli baðherbergis og hjónaherbergis þar sem sturta er.
Smá útfelling er fyrir ofan gönguhurð bílskúr.
Eftir er að setja gólflista á nokkrum stöðum. 
Eignin er ekki í samræmi við teikningar
Hrafnabjörg 5 - Glæsilegt og mikið endurnýjað 7 herbergja útsýnishús á pöllum og með innbyggðum bílskúr við litla botnlangagötu á Akureyri - stærð 284,9 m² auk óskráðrar útigeymslu.
Einstakt útsýni út fjörðinn


** Eigendur skoða skipti á minni eign **

Húsið er byggt árið 1984, steypt og er á pöllum.
Inngangshæð:
Tvær forstofur, hol, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og bílskúr. Af holi er gengið nokkur þrep niður í saunarými.
Stigapallur: Hol og hurð út á verönd.
Aðalhæð: Eldhús, búr, stofa, gangur, baðherbergi, hjónaherbergi og barnaherbergi.
Ris: Svefnherbergi/vinnuherbergi.

Forstofurnar eru tvær, báðar með gráum flísum á gólfi, gólfhita og innfelldri lýsingu í lofti. Í annarri forstofunni er sex faldur hvítur sprautulakkaður skápur. Fyrir framan forstofurnar er steypt stétt með hitalögnum í.
Hol er með gráum flísum á gólfi, gólfhita og innfelldri lýsingu í lofti. Af holi er gengið nokkur þrep niður í rými með infrarauðri sauna sem fylgir ekki með við sölu eignar.
Stigi milli hæða er með svörtu teppi á gólfi og fallegu járn handriði. Stigapallur er með gráum flísum á gólfi, gólfhita og hurð út til suðurs á verönd.
Eldhús var endurnýjað árið 2017. Hvít sprautulökkuð innrétting með svartri granít bekkplötu og eldurnareyju í sama stíl. Siemens ofn og helluborð. Rúmgóður borðkrókur með skemmtilegum hornglugga með útsýni út fjörðinn. Á gólfi er harð parket. Lítið búr er inn af eldhúsinu með hvítri innréttingu og opnanlegum glugga. 
Stofa er virkileg skemmtileg með mikilli lofthæð og innfelldri lýsingu, stórum gluggum og veglegum arin. Á gólfum er harð parket.
Svefnherbergin eru sex, þrjú barnaherbergi á inngangshæðinni, öll með harð parketi á gólfi og tvö með fataskápum. Á aðalhæðinni er eitt rúmgott barnaherbergi með harð parketi á gólfi og hjónaherbergi með fimmföldum hvítum fataskáp og hurð út á steyptar suðvestur svalir. Í risi er rými sem nýst getur sem svefnherbergi og eða vinnuherbergi. Þar er dökkt teppi á gólfum og sérsmíðaður svartur skápur. Rýmið er skráð 20,7 m².
Baðherbergin eru tvö. Á inngangshæðinni er baðherbergi sem hefur nýlega verið endurnýjað (2020) og er flísalagt í hólf og gólf, með hvítri innréttingu og speglaskáp, upphengdu wc, handklæðaofni og walk-in sturtu með innfelldum tækjum. Hiti er í gólfi og innfelld lýsing í lofti. Annað rúmgott baðherbergi er á aðalhæðinni. Þar eru flísar á gólfi og veggjum, hvít innrétting með tveimur vöskum og marmarabekkplötu, upphengt wc, handklæðaofn, baðkar, sturta og opnanlegur gluggi. 
Bílskúr er skráður 43,7 m² að stærð og er innangengt í hann af holi á inngangshæðinni. Flísar eru á gólfi og innst í honum er nýleg hvít og svört innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Nýleg rafrifin innkeyrsluhurð og sér gönguhurð út til vesturs. Hellulagt bílaplan er fyrir framan bílskúrinn og stórt malbikað með austurhliðinni.

Á baklóðinni er stór verönd, annarsvegar steypt og flísalögð og hinsvegar timbur og timbur skjólveggir. Heitur og kaldur pottur. 
Við suðaustur enda hússins er góð tvískipt útigeymsla. Fremrihlutinn er með timburveggjum, óeinangraðir og malbikuðu gólfi og fyrir innan er upphitað steypt rými (undir verönd) með hillum og innréttingu. Lítil iðnaðarhurð/bílskúrshurð er á milli rýmanna.

Annað 
- Húsið var málað að utan sumarið 2021.
- Þak og þakrennur var endurnýjað árið 2021, skipt um hluta af timbri, settur öndunardúkur, nýtt járn og nýr þakkantur og hann klæddur með 2 mm áli. 
- Varmaskiptir.
- Búið er að endurnýja ofnkrana og thermo á ofnum
- Búið er að endurnýja alla rafmagnstengla og efni í rafmagnstöflu.
- Á árunum 2018-2020 var um helmingur af gleri endurnýjað.
- Gólfhiti var lagður í báðar forstofurnar, hol og baðherbergi á inngangshæðinni og stigapall árið 2020.
- Harð parket var lagt á eignina árið 2017.
- Búið er að leggja út fyrir hleðslustöð.
- Eignin er í einkasölu

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
28/02/201757.450.000 kr.55.500.000 kr.284.9 m2194.805 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Fasteignanúmer
2147703
Byggingarefni
Steypt

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vörðutún 2
Bílskúr
Skoða eignina Vörðutún 2
Vörðutún 2
600 Akureyri
225.1 m2
Einbýlishús
524
666 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Skoða eignina Skólastígur 5
Skoða eignina Skólastígur 5
Skólastígur 5
600 Akureyri
314.2 m2
Einbýlishús
1211
477 þ.kr./m2
150.000.000 kr.
Skoða eignina Barmahlíð 4
Bílskúr
Skoða eignina Barmahlíð 4
Barmahlíð 4
603 Akureyri
275.2 m2
Einbýlishús
725
580 þ.kr./m2
159.500.000 kr.
Skoða eignina Barmahlíð 2
Bílskúr
Skoða eignina Barmahlíð 2
Barmahlíð 2
603 Akureyri
306.5 m2
Einbýlishús
635
473 þ.kr./m2
145.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin