Fimmtudagur 21. nóvember
Fasteignaleitin
Skráð 20. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Barmahlíð 4

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-603
275.2 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
159.500.000 kr.
Fermetraverð
579.578 kr./m2
Fasteignamat
115.050.000 kr.
Brunabótamat
131.300.000 kr.
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
Byggt 1977
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2145065
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að hluta
Raflagnir
Rafmagnstafla var endurnýjuð 2023
Frárennslislagnir
Drenað með vestur, suður og hluta af austurhlið og frárennsli myndað 2017
Gluggar / Gler
Upprunalegir gluggar - skipt hefur verið um hluta af gleri
Þak
Þak yfirfarið og járn og þakkanntur endurnýjað 2021
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Steyptar til suðurs
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita - gólfhiti að hluta
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Útisturta er óvirk en einfalt að koma henni í gagnið.
Sprunga í Quartzsteini á eldhúsbekk
Einn staur í útilýsingu er óvirkur. 
 
Fasteignasalan Hvammur  -  466-1600  -  kaupa@kaupa.is

Barmahlíð 4 - Fallegt og mikið endurnýjað 7 herbergja einbýlishús á pöllum með sambyggðum bílskúr við litla botnlangagötu í Glerárhverfi. Heildarstærð er skráð 275,2 m² en þar af telur bílskúrinn 32,5 m² 
 

            - Nútímalegt eldhús - 
            - Tvö baðherbergi -
            - Verönd með heitum og köldum potti -
            - Gott útsýni -
            - Stutt í leik-, grunn- og háskóla - 
            - Stutt í verslun og þjónustu og íþróttarsvæði þórs - 


Eignin skiptist með eftirfarandi hætti: forstofa, eldhús og borðstofa í opnu rými, tvær stofur, fimm svefnherbergi, tvö baðherherbergi, þvottahús, geymsla og bílskúr. 

Nánari lýsing: 
Forstofan er einkar rúmgóð, með hvítum flísum á gólfi og svörtum fataskáp.
Eldhús hefur verið endurnýjað á mjög snyrtilegan hátt. Þar er hvít innrétting með Quartz steini á bekkjum. Einkar gott skápa- og vinnupláss er í eldhúsinu og þar er einnig innfelldur tækjaskápur. Í innréttingu er tvöfaldur ofn í vinnuhæð, Miele spanhelluborð og stæði fyrir tvöfaldan ísskáp. Innbyggð uppþvottavél fylgir með við sölu. 
Borðstofa er í opnu rými með eldhúsinu og er hún rúmgóð með frábæru útsýni yfir í Vaðlaheiði. Innfelld lýsing í lofti og harðparket á gólfi. 
Stofa og sjónvarpsstofa eru á sömu hæð og eldhús og borðstofa. Þar er einnig harðparket á gólfi og innfelld lýsing. Í sjónvarpsstofu er arin. Stofan er björt, með gluggum til þriggja átta. Af hæðinni er gengið út á rúmgóða steypta verönd við vesturhlið hússins. Þar er heitur og kaldur pottur.  
Svefnherbergin eru fimm talsins. Tvö þeirra eru á neðri palli og þrjú á efsta palli hússins. Herbergin eru öll með sama harðparketi á gólfi. Fataskápar eru á gangi fyrir framan herbergin nema í hjónaherberginu, þar eru fataskápar. Úr stærra herberginu á neðri palli eru dyr út á steypta verönd til suður og úr hjónaherberginu á efsta palli eru dyr út á steyptar svalir til suðurs. 
Baðherbergin eru tvö, annað á neðri palli og hitt á efsta pallinum. Baðherbergið á neðri hæðinni er mjög rúmgott, með flísum á gólfi og veggjum, upphengdu wc, baðkari og opnanlegum glugga. Þar er hvít innrétting með afar góðu plássi. Á baðherbergi á efsta palli er walk-in sturta og hvít innrétting. Upphengt wc og opnanlegur gluggi. 
Þvottahús er með flotuðu gólfi og hvítri innréttingu. Þar er stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og skolvaskur. Í þvottahúsi er einnig bakdyrainngangur. 
Geymsla er inn af þvottahúsi og þar er flotað gólf og hillur á veggjum. 
Innangegnt er í bílskúr úr þvottahúsi. Þar er lakkað gólf, rafdrifin innkeyrsluhurð og inngönguhurð. Bílskúrinn er skráður 32,5 m² að stærð. 

Framkvæmdir síðustu ára að sögn eigenda:
- Baðherbergi á neðri hæð endurnýjað 2011 og settar nýjar innihurðar.
- Þvottahús endurnýjað árið 2015.
- Eldhús endurnýjað árið 2016, settur gólfhiti á þá hæð og innfelld lýsing í loft.
- Árið 2017 var veröndin steypt, sett snjóbræðsla í hana og drenað meðfram vestur-, suður- og austurhliðinni að hluta.
- Lóð var endurgerð og lagt nýtt gras árið 2017.
- Þak var yfirfarið og þakjárn og þakkantur endurnýjað 2021.
- Ný bílskúrshurð og nýjar útidyrahurðar í forstofu og þvottahúsi árið 2023.

Annað: 
- Hitalagnir eru í bílaplani og steyptri verönd, lokað kerfi.
- Gólfhiti er á allri aðalhæðinni, í forstofunni, þvottahúsinu og á báðum baðherbergjunum. 
- Geymsluloft er yfir hluta.
- Ljósleiðari.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/03/201137.750.000 kr.43.000.000 kr.275.2 m2156.250 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
32.5 m2
Fasteignanúmer
2145065
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Fasteignamat samtals
0 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Barmahlíð 2
Bílskúr
Skoða eignina Barmahlíð 2
Barmahlíð 2
603 Akureyri
306.5 m2
Einbýlishús
635
473 þ.kr./m2
145.000.000 kr.
Skoða eignina Vörðutún 2
Bílskúr
Skoða eignina Vörðutún 2
Vörðutún 2
600 Akureyri
225.1 m2
Einbýlishús
524
666 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Skoða eignina Hesjuvellir
Skoða eignina Hesjuvellir
Hesjuvellir
601 Akureyri
330.4 m2
Einbýlishús
524
515 þ.kr./m2
170.000.000 kr.
Skoða eignina Aðalstræti 80B
Bílskúr
Skoða eignina Aðalstræti 80B
Aðalstræti 80B
600 Akureyri
220.1 m2
Einbýlishús
54
682 þ.kr./m2
150.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin