Þriðjudagur 11. mars
Fasteignaleitin
Skráð 2. mars 2025
Deila eign
Deila

Ásvegur 13 efri hæð

FjölbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
168.4 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
72.900.000 kr.
Fermetraverð
432.898 kr./m2
Fasteignamat
60.300.000 kr.
Brunabótamat
66.750.000 kr.
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
Byggt 1965
Þvottahús
Garður
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2144885
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
St+hlaðið
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
óþekkt
Raflagnir
Búið er að endurnýja tengla og eitthvað í töflu
Frárennslislagnir
óþekkt
Gluggar / Gler
Búið er að endurnýja hluta af gluggum
Þak
óþekkt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Eignin er ekki að fullu í samræmi við teikningar.  Ekkert formlegt húsfélag er starfandi í húsinu
Útfellingar eru á útvegg í svefnherbergi í norðausturhorni. 
Sprungur eru í einhverjum flísum á baðherbergi og laus fúga. Lekið hefur inn með glugga.
Ofn í geymslu í kjallara virkar ekki.
Hurð til norðurs úr sameigninni í kjallaranum er gömul og óþétt.
Kvöð / kvaðir
sjá þinglýst skjal dagsett 9.2.2023 um skiptingu rýma í kjallara
Ásvegur 13 efri hæð - Skemmtileg 4ra herbergja efri hæð með sér inngangi í tvíbýlishúsi á Brekkunni - stærð 168,4 m²

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Inngangshæð:
Forstofa.
Efri hæð: Gangur, eldhús, stofa, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Kjallari: Tvær geymslur, önnur köld, sér þvottahús og sameiginleg inngangur.

Forstofa er með dúk á gólfi. Steyptur bogadreginn og parket lagður stigi er úr forstofunni og upp á hæðina. Einnig er steyptur lakkaður stigi niður í kjallara. 
Eldhús hefur verið endurnýjað, þar er tvílit innrétting með góðu skápa- og bekkjarplássi og vínyl flísar á gólfi. Ísskápur er innbyggður í innréttingu og fylgir með við sölu eignar. Hurð er út úr eldhúsinu til vesturs á timbur svalir. 
Stofa er með parketi á gólf og gluggum til tveggja átta. Búið er að opna á milli eldhúss og stofu og eru rennihurðar til að loka á milli. 
Gangur er með parketi á gólfi og hvítum skápum sem fylgja með við sölu eignar. Af ganginum er hurð út á steyptar suðaustur svalir. 
Svefnherbergin eru þrjú, tvö með plast parketi á gólfi og eitt með dúk. Fataskápar eru í tveimur herbergjum. 
Baðherbergi hefur verið endurnýjað, þar eru flísar á gólfi og veggjum, spónlögð eikar innrétting, upphengt wc, sturtuklefi og opnanlegur gluggi.

Sér þvottahús er í kjallaranum, þar er lakkað gólf, eldri innrétting, skolvaskur og gluggi. 
Tvær geymslur eru í kjallaranum, ein köld með lökkuð gólfi og hillum og önnur mjög rúmgóð með plast parketi á gólfi og opnanlegum glugga. 

Annað
- Tvennar svalir.
- Gólfhiti er í eldhúsi og baðherbergi.
- Búið er að endurnýja hluta af gluggum.
- Nýleg rafmagnstafla staðsett í sameign í kjallara.
- Geymsluskúr á lóð fylgir með við sölu eignar. 
- Eitt bílastæði fylgir eigninni. Búið er að leggja út fyrir tengli fyrir rafbíl. 
- Lóð er í sameign og óskipt.
- Eignin er í leigu til 31.12.2025

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
14/02/202351.950.000 kr.64.000.000 kr.168.4 m2380.047 kr.
23/05/201725.650.000 kr.35.500.000 kr.168.4 m2210.807 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Þórunnarstræti 115
Þórunnarstræti 115
600 Akureyri
133.7 m2
Fjölbýlishús
514
522 þ.kr./m2
69.800.000 kr.
Skoða eignina Ránargata 11 efri hæð
Bílskúr
Ránargata 11 efri hæð
600 Akureyri
181.3 m2
Fjölbýlishús
514
413 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Ráðhústorg1 íbúð 201
Ráðhústorg1 íbúð 201
600 Akureyri
124.8 m2
Fjölbýlishús
524
592 þ.kr./m2
73.900.000 kr.
Skoða eignina Akurgerði 5e
Skoða eignina Akurgerði 5e
Akurgerði 5e
600 Akureyri
149.7 m2
Raðhús
625
501 þ.kr./m2
75.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin