Betri Stofan og Hreiðar Levý, lögg. fasteignasali kynna góð 100,9fm, 3ja herbergja endaíbúð á jarðhæð með sér bílastæði fyrir framan sérinngang íbúðar ásamt 30fm sérafnotafleti að Löngumýri 22, 210 Garðabær. Möguleiki á að bæta við 3ja svefnherberginu (sjá teikningu í myndasafni). Fyrir framan hús er hellulögð stétt til austurs (morgunsól) ásamt sér bílastæði eignar. Fyrir aftan hús í garði er stór sérafnotareitur eignar, útgengt úr stofu. Húsið er steinsteypt og stendur af 4 sambyggðum raðhúsum á 2 hæðum með 8 íbúðum alls. Hvert hús er með 2 íbúðum, efri og neðri hæð. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni húsasmíðameistara. Húsið er byggt árið 1987 og stendur á 1694fm lóð. Vel skipulögð íbúð í vinsælu hverfi miðsvæðis í Garðabæ með leik- grunn og framhaldsskóla í göngufjarlægð. Þá er Garðatorg í nágrenninu með fjölbreytta verslun, þjónustu, kaffi- & veitingahús.
Fasteignamat eignar fyrir árið 2026 skv. HMS verður 75.650.000kr
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@betristofan.is
Eignin Langamýri 22 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 207-1200, birt stærð 100.9 fm. Allir fermetrar innan eignar.
Nánari lýsing:
Íbúðin skiptist í forstofu, hol, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, eldhús, borðstofu og stofu með útgengi á stóran sérafnotareit sem er hellulagður að hluta.
Forstofa: Komið inn í forstofu um sérinngang. Flísalögð og með þreföldum fataskáp.
Hol: Rúmgott og tengir saman flestar vistarverur. Teiknað sem sjónvarpshol skv. upphaflegum teikningum.
Eldhús: Ljós innréttingu með efri og neðri skápum. Flísar á vegg milli efrir og neðri innréttingar. Möguleiki á að útbúa 3 svefnherbergið og færa eldhús inn í stofurými.
Borðstofa: Opin við eldhús og stofu.
Stofa: Rúmgóð og björt. Gengið niður eina tröppu og komið í stofuna. Þaðan er gengi' út á hellulagðan verönd til vesturs.
Sérafnotaflötur: 30 fm sérafnotaflötur út frá stofu. Hellulagður að hluta. Leyfi til að loka af sérafnotafleti og útbúa sér garð / pall.
Herbergi I: Rúmgott með þreföldum fataskáp.
Herbergi II: Rúmgott með tvöföldum fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Innrétting með skápum, vaski, spegli fyrir ofan vask ásamt innbyggðri lýsingu. Baðkar með upphengdri sturtu og klósett. Þrefaldur gluggi með opnanlegu fagi.
Þvottaherbergi/geymsla: Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Upphengdar hillur. Gluggi með opnanlegu fagi í þvottahúsi/geymslu.
Gólfefni: Parket í eldhúsi, holi, borðstofu og herbergjum. Flísar á gólfi í forstofu, baðherbergi og stofu.
Bílastæði: Sér bílastæði fyrir framan inngang. Bílastæði er hellulagt.
Hér er um að ræða afar skemmtilega, vel skipulagða og íbúð á jarðhæð með sérinngangi, sér bílastæði og stórum sérafnotareit í rólegu hverfi miðsvæðis í Garðabæ. Íbúðin er vel staðsett og stutt er í alla helstu þjónustu svo sem skóla, frístundaiðkun, sundlaug, heilsugæslu, verslanir ofl.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is